Saga - 1992, Page 211
MISKLÍÐ MILLI VINA
209
hanga einhversstaðar eða geyma fyrst um sinn, þangað til þú
mýktist. En sértu nú þegar svo mjúkur að leyfa okkur að
hengja þig upp, þá þarf ekki annað en gefa Magnúsi Stephen-
sen vísbendingu um það, og mun hann þá annast um að
myndin verði send hingað. Hann var búinn að leggja fyrir mig
að tala um þetta við ykkur hjónin, en mér gleymdist það.27
Forseti svaraði þessu bréfi þannig:
Það er þó merkilegt með þetta bölvað myndaþref sem í þér er,
þar sem bæði þú og eg erum búnir að reyna, að það er það
versta bréfsefni sem til er, og veit eg þó reyndar, að það er
synd að skamma þig mikið fyrir það, vegna þess að þú hefur
haft þar margan kross að bera út af þeirri mynd. En í stuttu
máli: Þú varst hérna, að mér skildist, ánægður með að láta
greyið hanga t.d. í skólabókasafninu eða í stiftsbókasafninu,
og það kalla eg full boðlegt. Þú varst sjálfur samdóma því, að
það væri bæði „flaut" etc., etc. að fara að hengja hana upp í
alþingissal. Blessaður komdu myndinni fyrir hljóðalaust sem
fyrst og komdu mér ekki til að rífast um hana við þig, fyrst það
lítur út sem að við getum orðið sáttir aftur.28
Sá hét Schiittes sem málaði myndina, en hún er varðveitt í fundarsal
alþingis.
Jón ritstjóri var mjög gramur nafna sínum, að hann skyldi ekki fá
bréf það sem forseti sendi þingmönnum og reyndar fleirum 31. maí
1870 og fól í sér einskonar undirbúning að stofnun Þjóðvinafélagsins.
Forseti brást þannig við því í bréfi til Halldórs Kr. Friðrikssonar:
Jón Guðmjundsson] er bálreiður útaf því við höfum ekki farið
í hann með bænaskrárnar og samskotin, en eg vona þið séuð
nú orðnir sáttir um það aftur. Eg gef honum það ráð að
skamma þig út og svo að sættast alveg og styrkja svo okkar
mál einsog maður. Hitt getur hann ekki ætlast til að við leitum
hans neitt sérlega, þegar hann ber í brestina fyrir okkur og hef-
ur einsog allt á hornum sér. En eg vona hann verði nú
skynsamur; ef hann verður það ekki, þá verður hann einn síns
liðs og það stenst ekki Þjóðólfur. Þú tekur hann nú vona eg til
29
aminmngar.
27
28
29
Þjskjs. E 10. 7. (Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar 29. mars 1869).
BréfJS 1911, bls. 469 (til Jóns Guðmundssonar 15. apríl 1869).
Bréf]S 1911, bls. 501 (til Halldórs Kr. Friðrikssonar 28. september 1870).
14 - SAGA