Saga - 1992, Blaðsíða 212
210
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
„Gera upp þessa pólitísku millireikninga okkar ..."
Ekki dylst að særindi Jóns Guðmundssonar voru mikil, bæði við
nafna sinn og fyrri samflokksmenn, og þau sátu lengi í honum. Birt-
ust þau hvað skýrast í löngu bréfi, sem hann skrifaði forseta sumarið
1870 og hér verður aðeins gripið niður í:
Ja, til hvers er það þá fyrir okkur að halda þessum persónulegu
getsökum á lofti hver við annan. Eg er ekki svo heimskur og
bölvaður, þó illur sé, að mér komi til hugar að rífa þig niður úr
þínum pólitíska konungsstóli; og líklega getur hvorki þér né
þínum dýrðlingum komið til hugar að koma mér fjær ykkur -
koma mér norðar eða neðar helduren búið er. Láttu svona
vera, eg kann ekkert illa við mig þar sem eg nú er, bara að eg
svo megi vera þar í friði, að þú og þínir geti séð mig í friði og
hættið að líta svo lágt eða niður fyrir ykkur; því ekki er víst að
eg líti svo hátt í pólitíkinni að eg generi ykkur með því til
muna . . .
En svo verðum við þó að gera upp þessa pólitísku milli-
reikninga okkar, Jón minn Sigurðsson, eða þá að slá striki yfir
þá, „som saaden", eg er fús á það. Eg hef ásett mér, og það
mun eg enda - hvað sem mér kann að hafa hrotið til þín eða
annarra í prívat bréfum minna fyrri pólitísku meðbræðra, sem
létust vera, að hefja hvorki né halda áfram hinum persónuleg-
um áreitingum og briglsum, eigi heldur að skrifa neitt orð á
móti „ríkiskröfunum" „som saaden" eða rífa þær niður, en eg
styð þær aldrei til eilífðar „í því formi", sem þið nú haldið
þeim eða sem þær liggja fyrir frá ykkur meiri hlutans hendi.
Aftur um stjórnarbótarmálið vildi eg gjarnan skrifa áður næsti
vetur væri allur, hefi líka fengið athugasemdir nokkrar frá J.S.,
er hann nefnir „sundurlausa þanka um stjórnarbótina". Mér
finnst þar í mörg góð hugvekja, en þar sem fjárkröfurnar heita
varla nefndar . . .
Nú ef þið vilduð og gætuð notað mig í einhverja þessa
stefnu þá rétti eg fúslega fram hendina, en ef þið ekki getið
notað neitt í þá átt, þá verður það svo að vera. Þú mátt trúa því
ef þú vilt og bera mér brigsl á brýn fyrir að eg hafi verið neitt
kogvetterað fyrir Berg og konungskjörnum öðrum til að
ávinna mér hagsmuni og hylli, en þetta getur enginn sem satt