Saga - 1992, Page 214
212
LÚÐVlK KRISTJÁNSSON
Eg leyfi mér hérmeö aö senda yður til baka þau 2 skjöl er þér
gjörðuð svo vel að afhenda mér í gærkvöldi: „Lög hins
íslenska þjóðvinafélags" m.m. og bið yður, sem varaforseta,
að þiggja og þarmeð votta hinu heiðraða félagi mínar bestu
þakkir fyrir þá virðingu og tiltrú er félagsmenn hafa sýnt mér
með því að telja mig og skrifa meðal yður. En að því slepptu -
því eg er eigi svo upptektasamur eða langrækinn þegar þeim
málefnum skiptir, sem eg fæ séð með nokkru móti að geti horft
til almennra heilla löndum mínum, - að þessi sami flokkur,
sem nú myndar félag þetta, hefur lýst því yfir á prenti að eg
hafi (þegar fyrir 6-7 árum hérfrá) snúist úr þeim flokkinum, en
sé genginn í flokk með þeim, er vilji niðurbrjóta vorn þjóðlega
málstað, - að hver blaðagreinin af annarri hefir komið fram í
Norðanfara af hendi yðvars flokks, sem að minnsta kosti hefir
lýst því yfir að stefna mín og Þjóðólfs í stjórnarmálinu væri
andstæð og fjandsamleg yðvarri skoðun og stefnu og allri
réttri stefnu. Síðast í aðsendri grein eða bréfkafla, sagður frá í
apríl 1870, er kom út [íj Nf. í öndverðum september sama ár,
þar sem ég er bundinn á band með Jóni Ólafssyni og tekið til
dæmis um mína pólitísku heimsku eða fásinnu, að eg (- sem
vel að merkja gæti eigi verið byggt á öðru en prívat bréfum frá
mér) vilji hafa stjórnskipunarmálið í fyrirrúmi fyrir fjárkrafamál-
inu. Eg get eigi stillt mig um að benda til, að þessi skoðun mín,
er eg fyrirverð mig aldrei fyrir að halda, hafi nú fengið fullt
meðhald yðvart í niðurlagi 3. greinar „laganna".
Að þessu slepptu og öllu öðru, sem undan er farið milli yðar
flokks og mín, þá er stefna sú, sem félagið horfir að eftir þess-
um lögum sínum gagnstæð því og fer í allshendis öndverða átt
við það sem mín skoðun er enn og hefir jafnan verið á stjórn-
armálum vorum og þeirra réttum framgangi. Nú vel, þessi
mín skoðun kann að vera skökk. Það gefur tíminn að vita, þótt
sú reynsla verði að minni ætlan næsta dýrkeypt landi voru og
þjóð, ef þér fáið því viðkomið, sem hér er stefnt að, eftir því
sem eg fæ framast séð, - en hún er öldungis föst og óbifanleg.
Eg álít t.d. og er fullviss um, að nú á þingi réði þeim úrslitum
stjórnarmálsins sem ofaná urðu: hálfvelgja, sundurlyndi og
pólitísk fáviska minni hlutans, en ekki hitt að tillögur og frá-