Saga - 1992, Page 216
214
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
Blindir menn mega vera farnir að sjá, að Danir vilja fyrst fá
okkur sjálfa til að afneita rétti okkar til þess að geta notað þá
afneitun á eftir á móti okkur sjálfum. Þessvegna er það sú
mesta fásinna að fara eins og Jón Guðmundsson og Baldur
o.s.frv., að segja að við höfum ekki lagasannanir fyrir kröfum
vorum eða að við eigum að geyma þær nú en heimta frelsið.
Norðmenn og Þjóðverjar játa að kröfurnar séu góðar, þegar
þeim er rétt skýrt frá, en það væri betra, ef þær hefðu verið
hærri, svo að við hefðum ekki slegið af að fyrra bragði, heldur
Danir gjört boð til okkar. Sleppum við kröfunum fáum við
fyrst ekki þær, og þar næst heldur ekki fremur pólitískt frelsi
án þeirra en með þeim. Hver maður, sem hefur opin augun,
getur séð, að Danir veita okkur aldrei meira af hvorugu, en hvað
þeir neyðast til og það er samheldi vor og kraftar einir, sem
geta gagnað til að reka eftir þeim, því það eitt dugir en annað
ekki.34
„Pjóðólfur er of vatnsblandaður og vindfullur
og Norðanfari of saurugur ..."
Jón Sigurðsson samdi langa ritgerð: „Fjárhagsmál íslands og stjórn-
mál" og lét koma í Nýjum félagsritum 1867, bls. 45-152. Undir lokin
birtist kafli, sem höfðar sérstaklega til þess, sem hér er einkum verið
að fjalla um:
Bæði í Þjóðólfi og Norðanfara hefur verið farið mörgum og
óþyrmilegum orðum um meðferð alþingis á þessu máli, en
það hefur verið sá galli á öllum þessum ritgjörðum, að þær
hafa allar, sem vér getum kallað, horft aftur fyrir sig, en engin
fram. Þær hafa allar verið að fjargviðrast um hvílíkt glappa-
skot alþing hafi gjört að hafna góðu tilboði (- en alþing hafnaði
einmitt engu því sem var verulegt tilboð, heldur tók því með
þökkum!). Þar á móti eru engin ráð kennd til að koma málinu
áfram og beina því á rétta leið. Allar greinir þessar hafa snúist
að höfundi þessara blaða og viljað kenna honum um málalok-
in. Eg skal fúslega játa, að mér þykja þau svo góð og rétt, eftir
34 Norðanfari 17. september 1870.