Saga - 1992, Page 221
MISKLÍÐ MILLI VINA
219
„Valborg og verndarmúr slegið um allt"
Sumarið 1872 birtust í Pjóðólfi tvær greinar, sem Jón Sigurðsson fagn-
aði:
Hér líkar mönnum vel þínar tvær snörpu greinar, en menn
vildu líka þú hefðir leitt þeim fyrir sjónir annað það, að þeir
Finsen geti ekki talað um afleiðingar af minni pólitík, þegar
henni er ekki fylgt. Ef stjórnin fylgdi mínum ráðum, þá mætti
kenna mér um afleiðingarnar, annars er það rangt. . . Annað
er það, að ef „mín" pólitík hefði ekki verið þá veistu sjálfur
best að þar af hefði leitt, að ísland hefði verið incorperað [inn-
limað] 1851, eins og Færeyjar 1849.39
Onnur þessara snörpu greina, sem Jón talar um, er sögð aðsend. Par
kveður mest að umfjöllun um erindisbréf fyrir landshöfðingjann yfir
íslandi og innihald þess. En Hilmar Finsen átti sem alkunna er að
hefja landshöfðingjaferil sinn 1. apríl 1873. A.F. Krieger dómsmála-
ráðherra er mest álasað fyrir erindisbréfið.
Hin greinin, sem forseti átti við, var öllu hvatskeytlegri, einkum í
garð Hilmars Finsen, og lá við að Jón Guðmundsson færi flatt vegna
hennar, missti leyfi til málafærslustarfa.40
„Skjóttu þangað sem meiri er þörfm"
Jón Guðmundsson hlaut kosningu til þings 1874 og þá í Vestmanna-
eyjum, en ekki átti hann þó setu þar á nýjan leik, því hann lést 31.
maí 1875. Misklíðarefni nafnanna urðu aldrei að fjandskap milli
þeirra. Enda fór svo, þrátt fyrir hnotabitin, að aldrei lá við vináttuslit-
um. Þegar Jón ritstjóri fór utan 1874 fól hann nafna sínum að annast
sölu á Þjóðólfi og þegar Jón Krabbe, dóttursonur ritstjórans, var skírð-
ur var hann látinn heita í höfuðið á nöfnunum og urðu báðir fornvin-
irnir skírnarvottar.41 Best fer á að hér ljúki með kveðju Jóns Sigurðs-
sonar til nafna síns:
En alvarlega að tala held ég það víst, að ennþá sé engu spillt af
39 Bréf JS 1911, bls. 566 (til Jóns Guðmundssonar 26. september 1872).
40 Þjóðólfur 25. júli 1872.
41 JK ]ón Krabbe, bls. 9.