Saga - 1992, Síða 232
230
STEFÁN AÐALSTEINSSON
íslandi sem talin eru frumsmíð landnámsmanna. F>ar er nafngiftun-
um lýst á eftirfarandi hátt:
Ýmis örnefni og bæjanöfn frá landnámsöld eru órækt vitni um
menn, sem bæði kunnu að sjá og lýsa því, sem þeir sáu, með
einu orði - hinu eina, rétta orði. Þessi nöfn eru elzti skáldskap-
ur íslendinga og mörg mjög skáldleg: Bláskógar, Brimlárhöfði,
Dynskógar, Glóðafeykir, Helgrindur, Hengifoss, Hreggnasi,
Ljósavatn, Skuggabjörg, Svalþúfa, Unaðsdalur o.s.frv. Þau
sýna, að þjóðin nam landið með augum, hug og tungu, um
leið og hún nýtti það sér til bjargar. Seinfundin mundu verða
í nýlendum þeim, sem Norðurálfumenn hafa numið á síðari
öldum, nöfn staða og bæja, sem bæru vitni um svo skarpa
athugun á einkennum nýs lands og slíkan frumleik í meðferð
málsins.35
Undirritaður hefur borið þessi nöfn saman við norsk jarðanöfn36 og
skrá yfir jarða- og staðaheiti3' og ennfremur saman við norska fræði-
bók um örnefni38 og norska kortabók.39
Samanburðurinn sýnir að nöfnin þurfa ekki að vera eins mikil
frumsmíð íslendinga og talið hefur verið. Þau eiga sér hliðstæður í
Noregi að öllu eða einhverju leyti eins og fram kemur hér á eftir.
Glóðafeykir, Hengifoss, Ljósavatn og Skuggabjörg eru enn til sem
örnefni í Noregi. Þau gætu hafa flust óbreytt til íslands. Bláskógar
finnast ekki sem slíkir en til er örnefnið Bláskogvatnet. Unaðsdalur
finnst ekki heldur en náskylt nafn, Yndesdalen, er til á tveimur stöðum
í Sogni og Fjörðum.
Helgrindur hafa verið til í norrænni goðafræði frá því löngu fyrir
landnám íslands. Forliðurinn hel- í örnefnum er talinn kominn af
nafni Heljar. Hún byggði Niflheim, ríki hinna sóttdauðu og ellidauðu.
„Hon á þar mikla bólstaði, ok eru garðar hennar forkunnarhávir ok
grindr stórar", segir Snorri.40
Grindurnar í garðshliðum Heljar gætu hafa verið hinar fyrstu Hel-
35 Sigurður Nordal (1942), 238.
36 Rygh (1898-1919). Norske Gaardsnavne.
37 Sandnes og Stemshaug (1976).
38 Helleland (1975) (ritstj.). Norske stedsnavn/stadnamn.
39 Det Bestes Store Norge Atlas (1983).
40 Guðni Jónsson (1954). Snorra Edda, 47.