Saga - 1992, Side 238
236
STEFÁN AÐALSTEINSSON
Hún hefur verið álitin komin til íslands frá Skotlandi eða Irlandi.51
Sölva (Rhodymenia palmata) sem nú ganga undir fræðiheitinu Palm-
aria palmata er allvíða getið í heimildum. í The New Encyclopaedia Bri-
tannica (Micropaedia) er fjallað um sölvanytjar og tekið fram að fiski-
menn við Norður-Atlantshaf hafi oft þurrkað söl til matar og etið þau
hrá. Par er notað skoska heitið á sölvum, dulse.52
Norskum heimildum ber nokkuð á milli um það hvort söl hafi verið
notuð til manneldis þar í landi. I ritinu Váre ville planter er þess getið
að söl vaxi meðfram allri strandlengju Noregs. Þau hafi verið notuð til
matar við strendur Norður- og Vestur-Evrópu en óvíst sé í hve mikl-
um mæli þau hafi verið notuð til matar í Noregi.53
Á keltnesku kallast söl dulsc eða dullesh (Skotland) og dills eða dillisk
(írland). Heitið söl er talið fornt og á sér fyrirmyndir í engilsaxnesku
og gamalli háþýsku. Sauðfé sækir mikið í söl og þess vegna eru þau
stundum kölluð saue-sel (sauðasöl) í Noregi. Athyglisvert er að nafnið
sauðasöl er einnig til sem tökuorð úr norrænu máli í skoskum mál-
lýskum (sou-soell).54
Þess er getið beinlínis í einni heimild að söl hafi verið notuð til
manneldis í Noregi.55 í annarri heimild er gert ráð fyrir að söl hafi ver-
ið etin án þess að það sé sagt beint.56 í þriðju heimildinni er hins vegar
dregið í efa að söl hafi verið notuð til matar sökum þess að þeirra sé
ekki getið í norskum lögum.57 í fjórðu heimildinni er sagt frá því að
Gunnerus lýsi notkun sölva til manneldis í riti sínu Flora Norvegica,
sem gefið var út 1766.58
51 Gísli Sigurðsson (1988), 98-9. Sami höf. segir í Lesb. Mbl., 17. nóv., 1990: „. . . t.d.
hafa Norðmenn ekki etið söl en þann sið lærðu íslendingar af írum og Skotum."
52 The New Encyclopaedin Brittannica (1988), Vol. 4, 466.
53 Rietz, Nannfeldt og Nordhagen (1954), bind 8, 283.
54 Rietz, Nannfeldt og Nordhagen (1954), bind 8, 283.
55 Ringen, 1939, 455. „Langs kysten vár skal det fins ca. 150 arter av raualger. Enkelte
av dem har vært brukt som mat, sáledes en art som er blitt kalt „sol" (Rhodymenia
palmata)."
56 Holmboe (1929), 25. „Den algeart, som i Norge og Nordeuropa synes á ha vært
mest i bruk til menneskefode, er en radalge, Rhodymenia palmala, som pá oldnorsk
het söl."
57 Gran (1941), 74.
58 Sollied (1901), 15. „Gunnerus anforer i sin Flora Norvegica (1766) at „Söl" spises af
Mennesker og Kvæg, at „Furkensöl" eller „Gietetang" i Skotland spises af Menn-
esker, men i Norge kun af Faar og Gjeder, for hvem den anses som et ypperligt
foder."