Saga - 1992, Page 239
BLÓÐFLOKKAR OG MENNING ISLENDINGA
237
í enn einni heimild er þess getið að söl hafi verið kölluð dröielse í
vestanverðum Noregi á síðustu öld og vísað í orðabók Ross.59 Pað orð
er einnig til í gerðinni drygsle. Bæði þessi orð merkja drýgindi, matar-
drýgindi. í orðabók yfir sérstæð orð í Kvinnherad á Hörðalandi er
orðið drygsle sagt merkja noko som gjer drygare, t.d. borkamjol (eitthvað
sem drýgir, t.d. barkarmjöl).61’ Barkarmjöl var notað til matar í Noregi
í harðindum til að drýgja kornmatinn.
Ove Arbo Hoeg safnaði upplýsingum með fyrirspurnum um nytjar af
sjávargróðri við strendur Noregs. Par kemur fram að í Sogni og Fjörð-
um voru það hlunnindi (lynne) að eiga góða þangfjöru. Þeir sem ekki
áttu hana urðu að greiða fyrir afnot, en margir fóru í fjöru í óleyfi. Á
eyjunni Tustna í Þrændalögum urðu menn einnig að kaupa sér leyfi
til að safna marinkjarna (Alaria esculenta, kutare) til fóðurs.61 Einn
þeirra sem spurður var og bjó í Bo í Nordland lýsti sauðasölvum og
sagði að sauðfé væri mjög sólgið í þau. Annar sem spurður var, frá
Elsfjord í Nordland, bætti við: „Mér finnst líka gott að tyggja söl þeg-
ar ég er í fjörunni heima."62 í þessari heimild er þess einnig getið að
söl séu best þekkt undir sínu rétta nafni, þ.e. sem sol, soll eða sáll í
Norður-Noregi. Þaðan eru líka flest svör um þau sem fóður handa
sauðfé. í einu svari er þess sérstaklega getið að söl vaxi ríkulega í
Finnmörku, sérstaklega í Porsanger. Þau séu afbragðs fóður og nán-
ast ígildi kjarnfóðurs.63
Söl voru mikils metin til matar á íslandi áður fyrr eins og kunnugt
er og þóttu einnig ágætt skepnufóður. í íslenskum efnarannsóknum
á sölvum upp úr aldamótunum kom í ljós að fóðurgildi þeirra var hátt
og eggjahvítan meltist mjög vel.64
Erlendar rannsóknir frá síðari tímum hafa leitt í ljós að söl eru rík
að eggjahvítu, lífsnauðsynlegum amínósýrum, vítamínum, sérstak-
lega C-vítamíni, og járni.65
Að síðustu er ástæða til að nefna norska ritgerð sem fjallar um heit-
ið söl. Ritgerðin fjallar um rúnir á svokölluðum Lellingestimpli sem
59 Isaachsen (1917), 9. Hann vísar I Hans Ross, (1895), Norsk Ordbog.
60 Haugland (1978), 50.
61 Hoeg (1975), 128.
62 Hoeg (1975), 139. „Jeg liker ogsá á tygge pá soll nár jeg er i fjæra heime."
63 Heeg (1975), 139.
64 Ásgeir Torfason (1910), 314.
65 Morgan o.fl. (1980), 44-5.