Saga - 1992, Side 258
256
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
menn, að flokkurinn fengi 16528 atkvæði í Reykjavík, 5795 atkvæði á Reykja-
nesi og 3922 atkvæði á Suðurlandi. Ýmsir aðilar virðast hræðast framboð
þetta. Þannig reynir Þjóðviljinn í dag að koma Sjálfstæðisstimpli á Fram-
boðsflokkinn, en miðstjórnarmenn Framboðsflokksins töldu flokk sinn
hvorki skilgetið né óskilgetið afkvæmi neins stjórnmálaflokks.
Þennan sama dag, 12. maí, gengu stýrimaður, framkvæmdastjóri og
einn miðstjórnarmaður á fund fréttastjóra sjónvarps og greindu hon-
um frá flokknum og framboðinu og fóru fram á að sjónvarpið birti
frétt um framboðið og viðtal við stýrimann. Eftir að hafa gengið úr
skugga um áreiðanleik framboðsins, með samtali við formann yfir-
kjörstjórnar í Reykjavík, féllst fréttastjóri á þessa málaleitan og birtist
eftirfarandi viðtal við stýrimann Gunnlaug Ástgeirsson í sjónvarpi
um kvöldið.
Að loknum inngangi sem er venjuleg kynning á framboði spyr fréttamaður-
inn, Guðjón Einarsson: „Hvers vegna ákváðuð þið að stofna þennan nýja
flokk?
GÁ: Ef við lítum á íslensk stjórnmál í dag, þá rekum við okkur fljótt á það,
að hér eru starfandi ótal margir stjórnmálaflokkar, hjá ekki stærri þjóð en hér
er. Og stefnumið þessara flokka í aðalatriðum eru þau sömu, ef mark er tak-
andi á stjórnmálayfirlýsingum flokkanna, sem samþykktar hafa verið núna
upp á síðkastið, að þá eru stefumarkmiðin þau sömu. Nú framboðsflokkur-
inn, hann hyggst sameina þessi megin stefnumarkmið, og þess vegna stofn-
uðum við nýjan flokk til þess að reyna að koma öllum þessum stefnum fyrir
í einum og sama flokki. Sundrungin, sem ríkir hjá íslenskum stjórnmála-
flokkum, hún er allt of mikil hjá svona lítilli þjóð, og við höldum að það sé
hægt að skapa þannig samstarf, ef hreinskilni og eindrægni ríkir, á milli
flokksfélaga, þá sé hægt að skapa þannig samstarf, sem leiðir til þess, að einn
flokkur rísi upp, sem að hefur að meginmarkmiði þetta, sem allir flokkarnir
hafa, það er að skapa fegurra mannlíf á íslandi.
GE: Þannig, að þetta yrði þá eins flokks kerfi, ef ykkar draumur rættist?
GÁ: Nei, ekki endilega eins flokks kerfi. Okkar markmið er alls ekki að
leggja niður gömlu flokkana. Við gerum ráð fyrir því og vitum það, að mest
okkar fylgi kemur frá ungu fólki. Ef unga fólkið heldur áfram að styðja þenn-
an flokk, þá hverfa hinir flokkarnir sjálfkrafa, vegna þess að þeir, sem þar eru
núna, þeir fara í hina víkina, og þá verður þetta unga fólk eftir í þessum
flokki.
GE: Það er þá aðallega ungt fólk, sem að kemur til með að styðja ykkur, að
því er þið teljið?
GÁ: Alveg tvímælalaust, það er enginn vafi á því, að það er mjög mikill
hljómgrunnur hjá æsku landsins, fyrir þessum flokki. Æskan er orðin þreytt
á þessu eilífa þvargi stjórnmálamannanna um sáraómerkilega hluti. Þeir
virðast hafa það að aðalmarki að vera ósammála. Þótt þeir séu sammála í