Saga - 1992, Side 259
FRAMBOÐSFLOKKURINN 1971
257
grundvallaratriðum. Á þessu er æskan orðin þreytt. Viðbrögð þau, sem þessi
flokkur hefur fengið núna, þau sýna það ótvírætt að það er æskan, hún vill
að það komi upp nýr flokkur, sem sameini helstu hugsjónir æskumanna í
dag.
GE: Og hver er stefnan í svona helstu málum?
GÁ: Nú aðalmarkmið og tilgangur flokksins er eins og ég sagði áðan, að
sameina þau öfl í íslensku þjóðfélagi, sem vilja starfa þjóðinni til heilla. Nú,
önnur helstu baráttumál, fyrir utan þetta, það er til dæmis landhelgismálið,
sem er nú efst á baugi hjá öllum stjórnmálaflokkum. Þar viljum við lýsa þeg-
ar í stað yfir einhliða útfærslu í hundrað mílur. Síðan hyggjumst við bjóða
þeim öðrum aðilum, sem hér hafa hagsmuna að gæta, varðandi fiskveiðar
við íslandsstrendur, bjóða þeim að semja upp á helming, og ég geri ráð fyrir
því,að Bretar geti ekki verið þekktir fyrir annað en semja upp á helming, og
þar erum við komnir með fimmtíu mílur þegar í stað.
GE: Hvað með utanríkismál?
GÁ: Utanríkismál, við hyggjumst beita okkur fyrir auknu alþjóðlegu sam-
starfi, að ísland taki þátt í alþjóðlegu samstarfi, meira heldur en gert hefur
verið hingað til, styðja aðild að Sameinuðu þjóðunum og öllum þeim sam-
tökum, sem til framdráttar horfa. Nú varðandi NATO, þá viljum við vera
áfram þátttakendur í NATO, en hins vegar viljum við krefja varnarliðið um
leigu fyrir herstöðina hér. Við höfum fregnað það frá áreiðanlegum heimild-
um í Washington, að Bandaríkjamenn séu reiðubúnir að greiða hátt verð fyr-
b þessa stöð. Nú, að öðru leyti þá hyggjumst við bjóða Rússum flotaaðstöðu
1 Loðmundarfirði. Eins og allir vita, þá hafa Rússar verið að sækja mjög á Atl-
antshafinu, og reyndar öllum höfum, og við vitum það, að þeir eru reiðu-
flúnir til að borga góða leigu fyrir þetta. Nú, þetta gæti skapað aukna atvinnu
á Austurlandi, til dæmis, sem ekki veitir af. Og auk þess, sem að þarna
kæmu miklir peningar í ríkiskassann, sem hægt væri að nota á ýmsan hátt
þjóðinni til heilla.
GE: Og að lokum, búist þið við að fá menn kjörna?
GÁ: Alveg tvímælalaust, við gerum ráð fyrir því að fá minnsta kosti einn
þingmann í hverju kjördæmi, ef ekki fleiri.
GE: Af þessum þremur, sem þið bjóðið fram í, þá?
GÁ:Já, við gerum ráð fyrir því að fá að minnsta kosti þrjá þingmenn, já,
einn í hverju kjördæmi. Af viðbrögðum gömlu flokkanna við þessu nýja
framboði, þá er það ótvírætt, að þeir eru skíthræddir við þetta nýja framboð,
°g þeir eru hræddir við það, að við tökum allt æskufólkið í landinu, að við
söpum því í þennan flokk.
GE: Takk fyrir.
Fréttin endar síðan á að lesin eru nöfn efstu manna á hinum þremur fram-
boðslistum flokksins.
í þessu fréttaviðtali kom fulltrúi Framboðsflokksins í fyrsta skipti
frarn opinberlega og má segja að með því hafi yfirbragð kosningabar-
attu flokksins verið mótað í ákveðinn farveg, en þar að sjálfsögðu
17-saga