Saga - 1992, Page 260
258
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
byggt á þeirri umræðu og stefnumörkun sem að undanförnu hafði
fram farið í hópi framboðsmanna.
Um þetta viðtal skrifaði Kristján Bersi Ólafsson í sjónvarpsgagn-
rýni í Vísi 14. maí:
Skemmtilegasta innslagið í dagskránni síðustu daga held ég hafi verið viðtal
í fréttunum á miðvikudagskvöld við forystumann nýja flokksins „stýrimann
Framboðsflokksins" eins og hann mun kalla sig. Að vísu mun hvorki hægt
að taka þennan flokk né framboð hans alvarlega, enda ekki til þess ætlazt, -
en einhvern veginn hygg ég að þessi nýbyrjaða skopstæling á pólitískri bar-
áttu í landinu muni ekki missa algjörlega marks. Hún gerir það að minnsta
kosti ekki, ef ábúðarfullar og skrautyrtar fjarstæður talsmanna nýja flokksins
verða til þess að vekja grun um að gamalkunn faguryrði atvinnustjórnmála-
mannanna kunni að vera álíka innantómt málskrúð. Og það mætti óneitan-
lega verða okkur umhugsunarefni að hópur manna skuli telja ástæðu til að
setja á svið slíka skopstælingu - paródíu - stjórnmálabaráttunnar; það kynni
að benda til þess að einhvers staðar sé pottur brotinn og það jafnvel í meira
lagi.
Dagblöðin héldu áfram að birta fregnir af flokknum og var þetta haft
eftir Jörgen Inga í Alþýðublaðinu 15. maí:
Framboðsflokkurinn hyggur á einhverja kosningastarfsemi, en enn er ekki
ljóst hvaða stefna verður tekin upp í baráttunni, að því er annar maður á lista
flokksins í Reykjaneskjördæmi, Jörgen Ingi Hansen, aðalframkvæmdastjóri,
sagði í viðtali við blaðið í gær. „Þar sem við erum svo nýir i pólitíkinni viljum
við ekki lofa neinu, sem við getum ekki efnt", sagði Jörgen.
Paö er þó ljóst, að flokkurinn mun stefna að kosningahappdrætti, þar sem
meðal vinninga verður „hagfótur með ilsig, nokkur reiðhjól og alþingissæti",
sem fólki verður jafnframt gefinn kostur á að setjast í gegn vægu gjaldi.
Hinn 18. maí birtist eftirfarandi frétt í Morgunblaðimi:
Framboðsflokkurinn. Ágreiningur um varastýrimannskjör.
Morgunblaðið hafði í gær samband við Hallgrím Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra Framboðsflokksins, og innti hann frétta af kosningabarátt-
unni. Hallgrímur sagði, að í undirbúningi væri að efna til happdrættis. Verð-
ur 1/6 af andvirði seldra miða varið til kaupa á vinningum. Ákveðið er að þrír
fyrstu vinningarnir verði notuð reiðhjól og jafnvel að sá fjórði verði gamalt
þingsæti. Einhverjum erfiðleikum mun það þó háð að festa kaup á því, þar
sem slíkir stólar eru jafnvel sjaldgæfari á frjálsum markaði en geirfuglar.
Einnig sagði Hallgrímur að flokkurinn hefði opnað kosningaskrifstofu og
væri hún í pósthólfi 1800 í Reykjavík, og yrðu þar haldnir „bréflegir fundir".
Frambjóðendur sagði hann marga hverja vera komna á tízkuskóla og væri til-
gangurinn að ná „hinu rétta brosi".
Hallgrímur sagði að upp væri kominn ágreiningur innan flokksins um kjör
á varastýrimanni, en eins og kunnugt er, er oddviti miðstjórnar Framboðs-