Saga - 1992, Síða 261
FRAMBOÐSFLOKKURINN 1971
259
flokksins nefndur stýrimaður. Annars sagði Hallgrímur að flokkurinn væri
•ítt starfhæfur um þessar mundir þar sem frambjóðendur væru flestir í
prófum.
Og 23. maí kom þessi frétt í kosningablaði Framsóknarflokksins „23.
júní
Slagurinn um varastýrimannsstöðuna.
Eins og kunnugt er, máttu blaðamenn Mbl. helst ekki minnast á hinn djúp-
stæða ágreining og klofning innan Sjálfstæðisflokksins, sem fram kom í kjöri
varaformanns flokksins á landsfundinum. Hins vegar var skýrt frá því í Mbl.
sl. þriðjudag, að ágreiningur væri um varastýrimannskjör í Framboðsflokkn-
um nýja. Fannst mörgum, sem þar væri loks komin lýsing á ástandinu í sjálf-
um Sjálfstæðisflokknum, þegar Geir og Gunnar bitust um varaformanns-
stöðuna og Geir hafnaði á stjórnpallinum, en Gunnar varð að láta sér nægja
hásetastöðu á íhaldsskútunni. Ekki fylgdi það sögunni, hvort blaðamenn
Mbl. fengu nokkrar sérstakar þakkir fyrir birtingu fréttarinnar.
Laugardaginn 22. maí birtist í Vísi ítarlegt viðtal við fimm forystu-
menn Framboðsflokksins þar sem andi framboðshugsjónarinnar svíf-
ur mjög yfir vötnunum:
-,Erum leiðir á gömlum slagorðum", segja forsprakkar Framboðsflokksins.
„Kannski það hafi í upphafi verið hálfgerður brandari, sem nú er orðinn að
stjórnmálaflokki," sagði Gunnlaugur Ástgeirsson, stýrimaður Framboðs-
flokksins, og flokksbræður hans, þeir Hallgrímur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri flokksins, og Baldur Kristjánsson, varastýrimannsefni, taka
undir.
„Það má segja, að þessi flokkur sé nokkurs konar prófsteinn á lýðræðið í
landinu".
Þeir þremenningarnir gáfu sér tíma frá kosningaundirbúningi og próflestri
hl að segja blaðamanni Vísis frá hinum nýstofnaða Framboðsflokki og
stefnumálum hans. Fundurinn fór fram á Mokkakaffi en ekki í skrifstofu
flokksins, því að þar er húsrými ákaflega takmarkað, þar sem skrifstofna er
* pósthólfi 1800.
„Jú," segir Hallgrímur. „Húsnæðið er að vísu af skornum skammti, en það
kemur ekki að sök því að sem betur fer höfum við ekkert bréf fengið ennþá."
„Hvers vegna var Framboðsflokkurinn stofnaður?"
„Okkur fannst eins og gömlu flokkarnir væru orðnir leiðigjarnir. Stjórn-
málayfirlýsingarnar frá þeim eru í flestum atriðum alveg eins, alveg sama
tóbakið. Við vorum ekki ánægðir með þá."
„Er það ekki kostnaðarsamt fyrirtæki að fara í framboð?"
„Það er ekki dýrt fyrir okkur, sem höfum þjóðina með okkur, en fyrir hina
flokkana, sem miða að því að heilaþvo þjóðina, má gera ráð fyrir, að það
verði dýrt spaug."
„Hvernig vitið þið, að þið hafið þjóðina með ykkur?"
„Meðlimir Framboðsflokksins eru allir þeir, sem ekki hafa formlega sagt