Saga - 1992, Page 270
268
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
sem fyrr af sér öll hregg á grunni hins trygga blóðs sem við, afkomendur
sturlunga og laxdæla, finnum streyma í okkar konunglegu æðum. Mín
jómfrú blífur, sagði Jón Hreggviðsson. Megi Alþingi og hin pólitíska vitund
þjóðarinnar aldrei hafa staðið traustari fótum en einmitt nú. Vil ég svo ljúka
máli mínu með því að óska íslensku þjóðinni allra heilla í vorhreti því sem
framundan er.
Auglýsing: Hvað getið þér sagt mér um Framboðsflokkinn? - Aldrei heyrt
hans getið. - Já, en þá verðið þér að kynnast honum.
Viðtal við Ástu R. Jóhannesdóttur, í 3. sæti O-listans í Reykjavík:
SP: Ásta R. Jóhannesdóttir, í 3. sæti O-listans í Reykjavík. -Ásta, þér eruð
kvenmaður?
SVAR: Já.
SP: Og þér eruð í baráttusætinu í Reykjavík?
SVAR: Já, það fer víst ekki milli mála.
SP: Nú hafið þér starfað sem plötusnúður, er einhver sérstök ástæða fyrir
þeirri ákvörðun yðar að taka þátt í pólitík? Finnst yður þetta ekki nokkuð
stórt stökk?
SVAR: Ja, nei, eiginlega ekki, við erum jú alltaf að spila sömu plöturnar,
ekki satt.
SP: Viljið þér stuðla að framgangi einhvers sérstaks málefnis með framboði
yðar?
SVAR: Fyrst og fremst vil ég stuðla að því að koma sem flestum konum í
opinberar stöður og annarsstaðar - já og þó víðar væri.
SP: Eru fleiri málefni sem yður liggja á hjarta?
SVAR: Já, ég vildi gjarnan stuðla að síauknum fjárveitingum til elli- og
barnaheimila, aukinni aðstoð við einstæða foreldra, svo dæmi séu nefnd.
SP: í starfi yðar umgangist þér mikið af ungu fólki, hvað finnst yður um
æskuna í dag, er nógu mikið fyrir hana gert, gerir hún nógu mikið sjálf?
SVAR: Unga fólkið er vaxtarbroddur þjóðfélags í hraðri framþróun. Því
má ekki gleyma og það má ekki gleyma sér. Þetta tal um eiturlyf og svoleiðis,
það er alveg voðalegt. Flokkurinn hefur það markmið í málefnum æskunnar
að þar skorti ekkert og hver einstaklingur búi í bjartri og sjálfstæðri einstakl-
ingstilveru.
SP: Eruð þér ekki áköf kvenréttindakona?
SVAR: Ja, jú, eru það ekki allar konur sem á annað borð hugsa?
SP: Finnst yður nóg gert í heilbrigðismálum? Eru einhverjar úrbætur sem
þar mætti gera að yðar mati?
SVAR: Nú á tímum þegar að mengunin er orðin svona gasaleg er náttúru-
lega aldrei nógu vel búið að heilbrigðinu. Það mætti vel gera meira þar. Það
er aldrei nóg gert þegar að vandinn er nógu brýnn. Heilbrigð þjóð í hreinu
umhverfi vekur hvarvetna tillit og traust.
Auglýsing: (Eintal) Hann var góður þessi flokkur og svo losnaði ég alveg við
að hugsa. Mamma spurði hvort þetta hefði verið erfitt. í kjörklefanum, sagði