Saga - 1992, Page 271
FRAMBOÐSFLOKKURINN 1971
269
ég, nei alls ekki. (Önnur rödd) - Já, auðvitað, því Framboðsflokkurinn verð-
ur stærri, stærri og stærri með hverjum deginum sem líður.
Viðtal við Sigurð Jóhannsson, efsta mann á O-lista Framboðsflokks-
ins í Reykjavík:
SP: Sigurður Jóhannsson, efsti maður á lista Framboðsflokksins í Reykja-
vík. Þér eruð karlmaður, Sigurður?
SVAR: Já, mikil ósköp.
SP: Og þér eruð efsti maður á lista í Reykjavík, hvaða mál teljið þér að
muni ráða úrslitum í þessum kosningum?
SVAR: Ja, ég býst fastlega við því að það verði efnahagsmálin í þessum
kosningum sem og öðrum.
SP: Þér vilduð þá kannski segja okkur eitthvað um stefnu flokksins í efna-
hagsmálum?
SVAR: Framboðsflokkurinn hefur frá upphafi haft það að höfuðmarkmiði
sínu að skapa þjóðfélag þar sem allir búa við jafnrétti og öryggi, þar sem allir
hafa rétt á að vinna fyrir sér og sínum og njóta afraksturs vinnu sinnar. Þar
sem allir búa við andlegt frelsi og fyllstu mannréttindi og hafa jafnan rétt til
áhrifa og þátttöku í stjórn opinberra mála. Til að ná þessu markmiði sínu tel-
ur flokkurinn nauðsynlegt að afnema þá þætti auðvaldsskipulagsins, sem
fela í sér arðrán einnar stéttar á annarri, en annars telur hann langeðlilegast
að á íslandi sé blandað hagkerfi. Umfram allt tekur Framboðsflokkurinn mið
af þeim hagfræðilegu stefnum og hagfræðikenningum er hafa að grundvelli
einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi.
SP: Hvernig telur flokkurinn að stjórn atvinnufyrirtækja sé best háttað?
SVAR: Ja, lengi má deila um slíkt, en einstaklingar, félagasamtök þeirra og
einnig opinberir aðilar - þeir hafa hver sínu hlutverki að gegna í efnahagslífi
þjóðarinnar. Meðal annars vill Framboðsflokkurinn auka atvinnulýðræði,
styrkja samtök verkalýðs og annarra launþega og efla hvers kyns neytenda-
vernd. Hann telur nauðsynlegt að allra mikilvægustu atvinnutæki séu að
vissu marki í opinberri eign, en hlutverk ríkisvaldsins telur hann þó fyrst og
fremst vera að annast stefnumörkun og áætlanagerð, enda hefur Framboðs-
flokkurinn alla tíð verið málsvari athafnafrelsis einstaklinga í víðasta skiln-
ingi.
SP: Hvað vilduð þér segja um stefnu annarra flokka - t.d. stjórnarflokk-
anna í efnahagsmálum?
SVAR: Eigi veit ég það svo gjörla, - en hitt veit ég, að af er hagfóturinn.
SP: Telur Framboðsflokkurinn að um verulega stéttaskiptingu sé að ræða á
íslandi?
SVAR: Það er kunnara en frá þurfi að segja að skilningur manna á hugtak-
inu stéttaskipting er bæði misjafn og harla óljós. En sé litið á stéttaskiptingu
sem skil milli þeirra sem lifa á eignum sínum og njóta vegna þeirra áhrifa og
valda - annarsvegar - og hinsvegar þeirra er lifa einungis á vinnu sinni, þá
telur Framboðsflokkurinn ljóst að stéttaskipting sé allt of mikil hér á landi og
harmar að einmitt nú virðist stefnt að auknum stéttamun í landinu. Hann