Saga - 1992, Page 272
270
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
telur það eitt höfuðhlutverk sitt, að tryggja að allir menn hafi jöfn tækifæri í
lífinu, þrátt fyrir ólíkan uppruna, ólíka aðstöðu eða ólíkan efnahag og fagnar
þess vegna því að á íslandi er stéttaskipting nú þegar minni en í nokkru öðru
sambærilegu þjóðfélagi.
SP: Er Framboðsflokkurinn fiokkur ákveðinna stétta eða hagsmunahópa?
SVAR: Ja, eins og kunnugt er, þá er Framboðsflokkurinn galopinn í báða
enda og því ekki nema eðlilegt að hver stétt hafi sinn skammt af forsvars-
mönnum innan flokksins, enda er það sannfæring okkar í Framboðsflokkn-
um að hver einasta stétt leggi af mörkum alveg ómissandi þjóðfélagsverð-
mæti og hann styður ábyrga starfsemi allra stétta í hvívetna. Það má með
sanni segja að Framboðsflokkurinn sé flokkur allra þeirra sem aðhyllast hug-
sjónir sósíalismans, jafnaðarstefnunnar, samvinnuskipulags, landbúnaðar-
stefnu, lýðræðis, athafnafrelsis, sjálfstæðisstefnu, einkaframtaks, kapítal-
isma og frjálsrar samkeppni. En þegar öllu er á botninn hvolft þá hlýtur
Framboðsflokkurinn að taka þá afstöðu að sögulegt hlutverk hans sé að
afnema stéttaskiptingu með öllu og umskapa þjóðfélagið. Von um árangur er
ekki síst í því fólgin að Framboðsflokkurinn er hröðum skrefum að verða
stærsta og sterkasta stjórnmálaaflið í baráttu allra hagsmunahópa, enda er
stefna flokksins mótuð með hagsmuni allra stétta fyrir augum og kjörorð
hans: Stétt á stétt ofan.
SP: Er eitthvað sem þér vilduð segja að lokum?
SVAR: Aðeins: munið 13. júní - O.
Auglýsing: (Kvenmannsrödd) O-listinn, listinn minn. (Karlmannsrödd) O-
listinn, listinn minn. (Bæði) O-listinn, listinn okkar.
Talkór allra sem fram komu í kynningunni og nokkurra í viðbót:
I hönd fara erfiðir tímar,
eflum því bræðralagsbönd.
Allsnægtir óþurfta, tímanna tákn
tala' okkur myndir af fallandi veggjum.
í hönd fara erfiðir tímar,
látum því lögeggjan ráða' okkar gengi,
bráðum við ráðum og eflumst í dáðum,
þótt vonleysi, dugleysi lami' okkar þrótt.
Vaknið þið vorboðans synir,
verjist þið dætur í tískunnar nauð.
Bráðlega, trúlega ber upp þá tíð,
að baráttan snerti vort daglega brauð.