Saga - 1992, Page 274
272
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
Hann var þingmaður á alþingi götunnar á unglingsárum sínum en hóf nám
í Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og lauk þaðan burtfararprófi.
Hann var einn af stofnendum Framboðsflokksins og vann ýmis lítilsmetin
störf í hans þágu í fyrstu, en með hlýðni og undirgefni var hann fljótur að
vinna sér traust flokksforystunnar og koma sér til æðstu metorða. Hann er
skipaður erindreki Framboðsflokksins og á þátt í stofnun framboðsfélaga um
land allt. Starfi erindreka gegndi hann þar til hann er kjörinn 7. þingmaður
Reykvíkinga í júní 1971. Hann tekur sæti í fjölmörgum nefndum á Alþingi
og er auk þess kosinn í Pjóðleikhúsráð, úthlutunarnefnd listamannalauna og
í varastjórn Landsvirkjunar. Hann á sæti í milliþinganefnd, sem kannar
starfsemi annarra milliþinganefnda. 1973 er hann kosinn í Sóknarnefnd Við-
eyjarkirkju og situr þar um áratuga skeið og lætur æskulýðsmál mjög til sín
taka, og hann er einn af stofnendum Félags Framfarasinnaðra Frambjóðenda
- FFF. Hann er endurkjörinn þingmaður 1975, situr í útvarpsráði á árunum
1976-79, í bankaráði Landsbankans 1975-80, á sæti í Húsnæðismálastjórn
um skeið og í fyrningarsjóði skuldseigra athafnamanna. Skrifstofustjóri
Húsnæðismálastofnunar ríkisins 1979-81. Forstjóri Landssmiðjunnar frá
1980 og þar til yfir lauk. Árið 1982 er hann skipaður dósent við Háskóla
íslands og prófessor ári síðar. Sama ár er hann leystur undan kennsluskyldu
vegna anna og gegnir því embætti síðan óslitið. Bankastjóri Útvegsbankans
er hann 1983-87 og stjórnarformaður Sements-, Áburðar- og Kísilversins
1984-86. Jafnframt þessu starfar hann í fjölda opinberra nefnda og ráða.
Árið 1989 lætur hann af þingmennsku og öðrum trúnaðarstörfum hér
heima eftir læknisráði og er skipaður sendiherra íslands í Kaupmannahöfn
og gegnir því embætti þar til hann er skipaður formaður Hagfótarnefndar
Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins 1995. Hann er sérlegur fulltrúi íslands á
alþjóðaráðstefnu Framboðsflokka sama ár og kemur heim að henni lokinni.
Hann er þá þegar kjörinn 2. stýrimaður Framboðsflokksins og ritstýrir mál-
gagni hans um skeið. Stýrimaður Framboðsflokksins er hann 1998 og þing-
maður Reykvíkinga sama ár. Skemmti- og menntamálaráðherra 1999-2002,
þá forsætisráðherra til ársins 2005. Eftir stjórnarskrárbreytinguna 2005 er
hann sjálfkjörinn skipherra þjóðarskútunnar og gegnir því starfi í aldarfjórð-
ung, er hann þá dregur sig í hlé, sest í helgan stein og ritar æviminningar
sínar.
Góðir landsmenn.
Hver er svo maðurinn? Ef nafn hans er ekki þegar á vörum ykkar allra, þá
er þetta Vilhjálmur Vilhjálmsson, það heimskunna heiðurs- og sómamenni
og er þó engu oflogið, sá er skipar 7. baráttusætið á lista Framboðsflokksins
í Reykjavík, yngsti frambjóðandinn, sem hefur nokkra von um þingsæti og
tekur hann nú næstur til máls.
Ræða Vilhjálms H. Vilhjálmssonar sem fylgdi á eftir þessari kynningu
var ákaflega sléttmálg og virðulega orðuð ræða undir sterkum áhrif-
um af ræðustíl Gunnars Thoroddsens, sem í þessum kosningum kom
á ný inn í íslensk stjórnmál. Par segir m.a.: