Saga - 1992, Page 276
274
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
landsmönnum verði örugglega tryggðir afkomendur. En úr því að við erum
farin að tala um afkomendur væri ekki úr vegi að skýra almannatrygginga-
kerfið svolítið nánar, til dæmis fjölskyldubæturnar, en þær eru stór þáttur í
afkomuöryggi þeirra, sem eiga afkomu sína undir afkomu afkomenda sinna.
P.e.a.s. gamla fólkinu.
Og erum við þá komin að einu flóknasta hugtakinu í öllu tryggingakerf-
inu, ellilífaurunum, en þeir eru greiddir öldruðum til þess að þeir geti greitt
sína skatta eins og aðrir og lagt þannig sinn skerf í þjóðarbúið og almanna-
tryggingakerfið. Og sjá nú væntanlega allir betur en áður hið flókna sam-
hengi velferðarþjóðfélagsins.
En velferðarþjóðfélag, eins og það sem við búum við, er það þjóðfélag, þar
sem allt fer vel að lokum, sama á hverju veltur. En veltan er einmitt undir-
staða þess neysluþjóðfélags, sem við stefnum að. En framgangur þess verð-
ur best tryggður með stórauknum niðurgreiðslum. En svo nefnist það þegar
stjórnmálamenn greiða niður fyrir augu sín og annarra svo að vandamálin
hverfi úr augsýn að minnsta kosti fram yfir kosningar.
Vona ég að menn séu nú nokkru nær skilningi á okkar litla samfélagi. Það
er þó margt fleira sem skýra mætti, t.d. í starfsháttum Alþingis og þingflokk-
anna. En þingflokkur er flokkur manna sem bergmálar rödd leiðtoga síns en
hlutverk leiðtogans er að standa í hrossakaupum við aðra slíka. Hætta er á
klofningi í þingflokki þegar hlutfallið á milli réttlínu leiðtogans og endur-
varpshorns bergmálandans raskast um of, þannig að hornið og línan skerast
í tveim punktum á milli hvors annars. Getur þetta gengið svo langt að flokk-
urinn klofni í þrennt í hlutfallinu tveir á móti einum gegn sjö.
Af þessu má sjá að varla kemur annað til greina en að Framboðsflokkurinn
leiti til Alþýðubalista um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. En
Alþýðubalistinn hefur einmitt sannað sambergmálskenninguna áþreifanlega
hvað eftir annað á alþingi því sem nú er nýlokið. Takk fyrir.
Úr ræðu Helga Torfasonar:
Góðir íslendingar, kjósendur mínir.
Það er mín einlæg von að kjósendur beiti valdi sínu af kostgæfni og íhugun
á þrettándanum. Það kynni að hafa mest áhrif í þessum kosningum, að
almenningur hefur fundið, að Framboðsflokkurinn er kjölfestan í þjóðfélag-
inu. Fólkið í landinu veit hvað það kýs þegar það kýs Framboðsflokkinn.
Kjósandinn mun horfa í eigin barm, hann veit um væntanlegar framfarir, ný
vélvæðing, vinnuvélar, heimilistæki, bílar, hjól, sjónvörp, samgöngubætur,
íbúðabyggingar, mannvirkjagerð, virkjanir, iðnþróun, ræktun, skipasmíðar,
ný fiskimið, nýir fiskar, bátar, togarar, aukin fiskvinnsla og meiri fjölbreytni,
næg atvinna og vaxandi kaupmáttur launa, ný tækifæri og nýir möguleikar.
Ræða Gunnlaugs Ástgeirssonar:
Góðir íslendingar.
Þar sem nú líður senn að lokum þessarar umræðu hér í sjónvarpssal, er lýð-
um væntanlega ljóst orðið, að munurinn á stefnum gömlu flokkanna er