Saga - 1992, Page 278
276
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
Stefna Framboðsflokksins í sauðfjárræktarmálum er að minnka kjötfram-
leiðslu, en auka framleiðslu á gæruskinnum.
Flokkurinn styður hundahald - í sveitum.
Stefna Framboðsflokksins í utanríkismálum er friðsamleg samskipti við
allar þjóðir.
Stefnan í landhelgismálinu er að færa út landhelgina.
Stefna flokksins í efnahagsmálum er að festa hagfótinn hið snarasta og
afnema síðan skattana.
Nú vænti ég þess að menn gangi ekki lengur að því gruflandi, hver fram-
boðshugsjónin er í raun og sann.
Núna þegar ekki eru nema 12 dagar til kosninga er komið í ljós að Fram-
boðsflokkurinn fær ekki kosna fleiri þingmenn en alla þingmenn í þeim kjör-
dæmum sem hann býður fram í, þ.e.a.s. ekki færri en 23. Ástæðan fyrir því,
að við buðum ekki fram í fleiri kjördæmum en þremur, er góðvild í garð
gömlu flokkanna, því sennilega hefðu þ'eir fyrst við að vera þurrkaðir út á
einu bretti, en þar sem við stefnum að samlyndi, vildum við ekki að slíkt
kæmi til.
Eftir kosningar verður sem sagt Framboðsflokkurinn lang sterkasta aflið í
íslenskum stjórnmálum, með minnsta kosti 23 þingmenn. Því miður nægir
það ekki til myndunar hreinnar meirihlutastjórnar og neyðumst við því til að
leyfa einhverjum öðrum flokki að koma með okkur í stjórn. Samstarf við
Framsókn eða Alþýðubalista kemur ekki til greina og þó annað kunni að hafa
komið fram í þessum umræðum, ber ekki að túlka það sem ágreining innan
flokksins. Eftir kosningar er sennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærstur
litlu flokkanna, og þar sem hann hefur verið kjölfestan í íslenskum stjórn-
málum síðustu áratugi og fylgt ábyrgri skynsemisstefnu, þá lofum við fram-
boðsmenn því, upp á æru og trú, að lofa ekki neinum flokki öðrum en Sjálf-
stæðisflokknum að koma með okkur í stjórn eftir kosningar.
Þetta er í síðasta sinn fyrir kosningar sem fulltrúar Framboðsflokksins
koma fram í sjónvarpi. Útvarpsráði var ljóst, þegar það ákvað að einungis
fulltrúar þingflokkanna kæmu fram í hringborðsumræðum sjónvarpsins
þriðjudaginn fyrir kosningar, að við framboðsmenn þurfum hvorki að afsaka
fortíð okkar fyrir alþjóð eins og þingflokkarnir, né heldur að rífast um það,
sem við erum sammála um, eins og þingflokkarnir.
Hinsvegar vil ég nú bjóða fulltrúum þingflokkanna sem verða í sjónvarp-
inu á þriðjudaginn, að koma eftir samræðurnar á hringborðsdansleik, sem
Framboðsflokkurinn heldur sama kvöld í Glaumbæ og ræða landsins gagn
og nauðsynjar við æsku landsins.
Að lokum, kjósendur góðir, látið ekki grínframboð gömlu flokkanna
blekkja yður á kjördag, og munið að 13. júní tekur alvaran við.
Útvarpswnræður
Að kvöldi hins 3. júní fóru fram stjórnmálaumræður í útvarpssal.
Samhæfður undirbúningur fór ekki fram nema að mjög litlu leyti fyrir