Saga - 1992, Side 282
280
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
ber slagorðið stétt með stétt og sameining gegn sundrungu. Alþýðubanda-
lagið vill sameina vinstri menn. Karl og Gylfi vilja sameina vinstri menn.
Doktor Bragi og Hanníbal vilja sameina frjálslynda og vinstrimenn. Fram-
sóknarmenn vilja bara sameina.
Framboðsflokkurinn er sameiningartákn allra flokka. Má til nefna fyrir
utan þau rök sem komið hafa fram í útvarpi, sjónvarpi og blöðum, að O-ið
eða núllið, er grundvallarbókstafur bókstafa allra hinna flokkanna. T.d. D,
þið vitið hvernig D lítur út - svona - það er O sem keyrt hefur verið framan
á. F, það er O sem lenti svo hroðalega í bílslysi að það þekkist ekki. A það er
O sem búið er að keyra beggja vegna á. G er núll, sem hefur tjásast svona úr
og er þá með gat á miðjunni. En B er tvö núll, hvort upp af öðru sem búið er
að keyra framan á. Af þessu er alveg augljóst að þegar allir þessir stafir sam-
einast, eins og við framboðsmenn viljum gera, þá kemur út eitt stórt O, og
það er einmitt það sem við viljum.
Ég ætla ekki að vera að tala lengur, vegna þess að þegar menn tala lengi þá
verða þeir mjög leiðinlegir eins og þið hafið heyrt hér á undan . . .
Rúnar Ármann Arthúrsson á Selfossi.
Ég sé að allir - eða að minsta kosti flestir - eru vaknaðir. - Heyriði krakkar
mínir þið megið ekki vera eins dónaleg við mig eins og þið voruð áðan við
Ingólf (Jónsson) Pað er ófært. . . .
Ingólfur Jónsson, núverandi og tilvonandi fyrrverandi ráðherra, hefur haft
allan veg og vanda af landbúnaðarmálum. Hafi hann þökk fyrir. En við núll-
istar höfum á takteinum lausn allra vandamálanna, þ.e.a.s. kal, uppblástur,
offramleiðsla og allt þetta. Við erum á þeirri skoðun að steypa eigi saman
Sementsverksmiðju ríkisins og Áburðarverksmiðju ríkisins. Það verði gert til
þess að kleift verði að framleiða varanlegan áburð sem ekki þarf að bera á
nema einu sinni.
Geta ráðherrar ekki hlegið.
. . . Við framboðsmenn höfum enn eina patentlausn á landbúnaðarmál-
um. Við hyggjumst berjast fyrir stórauknum kynbótum á kúm. Fjölga þarf
júgrum á hverri kú, allt upp í sex júgur, og þarmeð stórauka nytina.
Seinna í annarri umferð.
Þið kjósendur góðir haldið e.t.v. að ég ætli að gerast fyndinn eins og ræðu-
menn litlu flokkanna, en ykkur skjátlast. Mér svellur móður í brjósti að
þrýsta úr barka mínum fáheyrðu kvaki alvöru og festu, sem mun brenna sig
inn í hjörtu ykkar kæru kjósendur, svo að þið finnið steikarilminn af þús-
undáraríki Framboðsflokksins og fallið í höfgan dvala alsældar og velsældar.
Nú hafið þið kæru kjósendur heyrt hvernig framagosar litlu flokkanna
haga máli sínu. Við höfum öll glaðst í hjarta eða fengið krampa í magann eða
sofnað værum blundi undir máli þeirra. Þeir hafa komið hér og bakbitist, en
við sem tilheyrum sameiningarflokki allra flokka, höfum staðið álengdar og
fyllst bitrum alvörumóð. Við höfum staðið álengdar með opinn alvörufaðm-
inn og hrópað, kom, kom, kom í Framboðsflokkinn, en þeir hafa allir skirrst