Saga - 1992, Blaðsíða 296
294
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
Pegar þessi tafla er athuguð kemur í ljós að flestir þeir flokkar sem
hlotið hafa stærstan hluta fylgis síns, yfir 80%, í Reykjavík og á
Reykjanesi, þ.e.a.s. eru ekki skipulagðir á landsmælikvarða, hafa
fengið hlutfallslega langtum færri atkvæði en Framboðsflokkurinn. í
þeim hópi eru framboð 3, 4, 5, 14, 18, 19, 20 og 21. Hins vegar hafa
sumir þeirra fengið nokkuð svipað atkvæðamagn og Framboðsflokk-
ur, t.d. 6, 7 og 8. Þeir flokkar sem verið hafa klofningsflokkar stóru
flokkanna á síðustu áratugum hafa yfirleitt í fyrstu kosningum sínum
fengið miklu fleiri atkvæði en Framboðsflokkurinn, enda haft í
forystusveit þekkta stjórnmálamenn, en síðar hefur atkvæðahlutfall
þeirra lækkað allt niður undir hlutfall O-listans í sumum kjördæmum
og á landsmælikvarða, sbr. 9, 10, 11, 12, 16 og 17.
Eftirtektarvert við þennan samanburð er að margir flokkar sem hafa
átt glaðbeitta og baráttureifa forystumenn og barist fyrir ákveðinni og
oftast vandlega hugsaðri pólitík í fúlustu alvöru og af miklu kappi/
skyldu vera langt frá því að hljóta sambærilegt atkvæðamagn við
Framboðsflokkinn.
Einnig er athyglisvert að sjá að flokkar sem hafa átt þingmenn og
jafnvel ráðherra, hafa í þeim kjördæmum sem hér er fjallað um hlotið
innan við 1% fleiri atkvæði en Framboðsflokkurinn fékk á sínum
tíma. (Alþingiskosningar, Hagskýrslur íslands II, Reykjavíkí 1100 ár,
bls. 248-249).
Eftir kosningar.
Áhrif og afleiðingar af starfi Framboðsflokksms
í viðtali við Morgunblaðið 15. júní segir stýrimaður Framboðsflokksins:
Við erum mjög ánægðir með þann árangur, sem við höfum
náð í þessum kosningum. Ég held, að okkur hafi tekist að na
því, sem við ætluðum okkur með þessu framboði. En við æð'
uðum okkur fyrst og fremst að skemmta fólki dálítið og sýna
fram á hvers eðlis kosningabaráttan er, mest orðagjálfur.
Atkvæðamagnið sýnir, að margt fólk er óánægt með alla
stjórnmálaflokkana, enda tel ég, að við höfum ekki tekið fylg1
frá neinum einum flokki sérstaklega.
Pað er ákaflega erfitt að gera sér nokkra raunhæfa grein fyrir áhrif'
um Framboðsflokksins á kosningarnar. Ef litið er á úrslit kosninganna