Saga - 1992, Side 304
302
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
ingu og endursamningu, og þeim heimilað að auka við efni, sem nam þriðj-
ungi danska viðmiðunarritsins.
Leitað var til okkar um að semja Islandssöguefni bókarinnar og tókumst
við það verk á hendur eftir nokkra umhugsun. Eitt fyrsta vandamálið var að
ákveða hvaða uppflettiorð úr íslandssögunni skyldu vera í bókinni, miðað
við takmarkað rými og tiltekinn fjölda uppflettiorða. Var okkur sniðinn
stakkur um þessi efni af ritstjórum. Þurftum við einnig að taka tillit til
umfangs heildarverksins og þeirrar ritstjórnarstefnu að ekki myndaðist
óeðlilegt misvægi milli einstakra efnisþátta þess, s.s. innlendrar sögu og
erlendrar, sagnfræði og bókmennta, sagnfræði og lögfræði o.s.frv. Urðum
við því í uphafi að ákveða hvaða og hversu mörg uppflettiorðin yrðu.
Neyddumst við til að velja tiltekin atriðisorð og hafna öðrum, og eins og
nærri má geta reyndist þessi niðurskurður hvorki sársaukalaus né án ágrein-
ings okkar í milli. Við komumst að því að endalaust má deila um hvaða upp-
flettiorð úr íslandssögunni eigi heima í slíku verki, og er gagnrýni á hvers
vegna eitt uppflettiorð íslandssögunnar sé inni, en annað ekki, eðlileg - og
raunar æskileg - að því gefnu að færð séu frambærileg rök fyrir valinu.
Eftir marga fundi og miklar umræður höfðum við á endanum útbúið lista
yfir uppflettiorð, sem við vorum sæmilega sammála um að ættu heima í slíku
verki, miðað við áðurgreindar takmarkanir. Reyndar átti sá listi eftir að breyt-
ast lítillega, eftir því sem okkur sóttist verkið, en þó var grunnurinn alltaf sá
sami.
Annað vandamál fólst í því að ákvarða hvað gæti talist skynsamleg vinnu-
tilhögun við slíkt verk. Að umfangi er íslandssöguefni alfræðiorðabókarinn-
ar svo mikið að óratíma hefði tekið að ljúka verkinu, ef við hefðum öll þrjú
samið sérhvert uppflettiorð í sameiningu. Var farinn sá millivegur að viðhafa
ákveðna verkaskiptingu, sem fól í sér blöndu samstarfs og einstaklings-
vinnu. Við mættum saman á vinnustað, þar sem hvert okkar vann að sínu
uppflettiorði, en gat þó ráðfært sig við hin eftir þörfum og fengið yfirlesið
efni að óskum. Þegar verkinu lauk lásum við síðan yfir efni hvers annars og
gerðum athugasemdir, eftir því sem þurfa þótti.
Þriðja og jafnframt stærsta vandamálið, sem við stóðum frammi fyrir, var
hvort viðhorf skyldu koma fram í verkinu. Átti að halda einhverri sérstakri
söguskoðun á lofti? Átti að fella dóma yfir mönnum og verkum þeirra? Eftir
nokkur skoðanaskipti um þau efni komumst við höfundarnir að þeirri niður-
stöðu að halda okkur við sem hlutlægasta lýsingu á staðreyndum. Helgaðist
afstaða okkar af ýmsu, m.a. þeirri ritstjórnarstefnu að sneitt skyldi hjá hvers
kyns vangaveltum og vafamálum. Þyngst vóg þó líklega á metunum sú
skoðun okkar að leitað sé í alfræðiorðabækur fyrst og fremst til að afla bein-
harðra upplýsinga í knöppu formi. Reyndum við því eftir megni að láta ekki
okkar eigin skoðanir í ljós í verkinu.
Vegna þessa hefðum við talið að réttmætasta gagnrýnin á okkar þátt verks-
ins væri á grundvelli meðhöndlunar staðreynda, en ekki út frá þeirri sögu-
skoðun, sem þar birtist. Vekur það því furðu okkar hversu Jóni Ólafi Isberg
tekst að lesa mikla söguskoðun út úr texta af þessu tagi.