Saga - 1992, Qupperneq 305
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
303
11.
Hvað er söguskoðun?
Söguskoðun er afar margbrotið og flókið hugtak, sem felur í sér huglæga
afstöðu manna til sögunnar. Petta sést t.d. á síðari lið þessa samsetta orðs,
þ-e. „-skoðun", sem í daglegu máli getur þýtt nánast hið sama og „viðhorf",
þ-e. huglæg afstaða.1
Með söguskoðun leitast menn - oftast fræðimenn - við að túlka söguna og
draga fram þá þætti, sem þeir telja ráða mestu um gang hennar. Stundum
hefur söguskoðun verið nefnd „söguheimspeki", en það á einkum við þegar
hún birtist í sinni hreinustu og huglægustu mynd. Pá telja menn sig geta
/,lesið í" söguna eða „lagt út af" henni, þannig að þeir sjái ákveðið mynstur
1 henni um smærri tímabil eða stærri. Hámarki nær söguskoðunin yfirleitt í
huglægni sinni, þegar menn telja sig finna ákveðin lögmál um gang mann-
kynssögunnar og jafnvel að hún stefni að einhverju forákvörðuðu loka-
marki. Sem dæmi um slíkt má nefna skólaspekinga miðalda, sem skiptu
gjarna sögunni í sjö tímabil, þar sem þeir væru staddir á því sjötta, en hið
sjöunda í nánd: hið eilífa guðsríki á jörð.
En söguskoðun er flóknari en þetta, því hún nær til hinna smæstu þátta
ekki síður en hinna stærstu. í hverjum einasta stafkrók, sem ritaður er í sagn-
fræði, birtist söguskoðun í einhverjum mæli. Hún felst í margvíslegu hug-
tegu mati fræðimannsins, t.d. á því hvaða staðreyndir sögunnar skuli fjallað
um og hverjar ekki og hverjar séu forsendur þessa vals. Hún birtist í orða-
notkun, t.d. í því hvort notuð séu orð, sem feli í sér gildis- eða áfellisdóma.
Hún birtist í því hvaða áherslur eru lagðar á mikilvægi einstakra efnisþátta.
Hún birtist í þeim tengingum eða því orsakasamhengi, sem viðkomandi
fræðimaður telur sig geta lesið út úr sögunni. M.ö.o. getur söguskoðun birst
a svo marga vegu að vart er hægt að gefa um þau efni tæmandi lista. Hún er
jafnframt mótuð af viðhorfum fjölmargra ólíkra einstaklinga, sem uppi eru á
ólíkum tímum, og búa við mismunandi þjóðfélagsaðstæður og ólíka stéttar-
sföðu. Má því jafnvel færa rök að því að hver sá maður, sem eitthvað ritar
um sagnfræðileg efni, birti sína eigin, einstaklingsbundnu söguskoðun.
Eigí að síður getur ákveðin söguskoðun verið ríkjandi í tilteknu samfélagi
a ákveðnum tíma.2 Eru þá margir sammála um ákveðin grundvallarviðhorf
til sögunnar eða um sameiginlegt sjónarhorn, sem sagan skuli skoðuð frá. En
öllum fræðimönnum, sem vilja beita gagnrýninni hugsun, ber þó að forðast
að líta svo á að til sé algild, einhlít eða endanleg söguskoðun. Pað er óæski-
legur einstrengingsháttur - óæskilegur, vegna þess að hann stríðir gegn
gagnrýninni hugsun - að halda á lofti tiltekinni söguskoðun sem hinni einu
sonnu. Söguskoðun hvers tíma er afsprengi samtíma síns.
Skilgreiningu á söguskoðun fylgir óhjákvæmilega umræða um hlutlægni
°g huglægni í sagnfræði. Allir sagnfræðingar kannast við kröfuna um að þeir
Sýni hlutlægni, þ.e. að þeir láti ekki persónuleg viðhorf og skoðanir „lita"
v'iöfangsefni sitt. Ef hver fræðimaður héldi sínu viðhorfi fram sem hinu eina
retta, værj sameiginlegur (þ.e. hlutlægur) grundvöllur fræðigreinarinnar
skjótt brostinn.
En hin endanlega hlutlægni er ekki til í sagnfræði, og það er öllum þenkj-