Saga - 1992, Qupperneq 306
304
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
andi fræðimönnum í greininni ljóst. Að henni er eingöngu hægt að stefna, og
þá einvörðungu með því að draga úr huglægni. Einhvers staðar á kvarða
hlutlægni og huglægni liggur söguskoðunin. Því meira sem menn halda sig
við beinharðar staðreyndir og forðast gildisdóma í orðalagi, þeim mun hlut-
lægari eru þeir, og birta þá síður ákveðna, persónubundna söguskoðun. Því
meira sem menn túlka eða draga ályktanir um söguna, þeim mun frekar skín
ákveðin söguskoðun í gegn. Túlkun í sagnfræði getur þó verið misjafnlega
huglæg. Þeir fræðimenn, sem draga ályktanir án gæða- eða gildisdóma, sýna
t.d. af sér meiri hlutlægni en þeir, sem fella persónulega dóma um viðfangs-
efnið.
Út frá framangreindu má segja að öll sagnfræðileg ritun sé huglæg og birti
söguskoðun, eingöngu í mismiklum mæli. í hlutlægustu mynd sagnfræðirit-
unar reynir viðkomandi að fela persónubundin viðhorf sín fyrir lesandan-
um. í huglægustu mynd sinni birtist persónan, sem ritar, oft betur en við-
fangsefnið sjálft, og þá má oft lesa sitthvað um t.d. trúarleg, þjóðernisleg og
stjórnmálaleg viðhorf, sem skína í gegn.
Það má heita umhugsunarefni að Jón Ólafur ísberg skuli ryðjast fram á rit-
völlinn og fjalla um söguskoðun í alfræðiorðabókum, án þess að velta hið
minnsta fyrir sér ákveðinni grundvallarspurningu um eðli slíkra verka. Er
rétt að halda tiltekinni söguskoðun að lesendum í alfræðiritum? Hvort er lík-
legra að notendur slíkra bóka leiti í þær til að afla sér staðreyndaþekkingar
eða til að kynna sér viðhorf höfunda efnisins?
Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, enda alfræðiorðabækur
nokkuð annars eðlis en venjuleg fræðirit. Þó má fullyrða að alfræðiorðabók,
sem birtir afdráttarlaust viðhorf eða skoðanir höfunda, glatar einhverju af
almennu gildi sínu, vegna þess að notandi, sem ekki fellst á þær skoðanir,
kann að dæma verkið allt á þeim forsendum, og hafna því sem nothæfu upp'
flettiriti. Þá er einnig oft skammt undan sú ásökun að viðkomandi verk se
„litað" einhverjum tilteknum viðhorfum, s.s. pólitískum, trúarlegum eða
menningarlegum, og því ónothæft.
A það verður einnig að líta að alfræðiorðabækur eru samvinnuverkefni,
þ.e. fjöldi höfunda leggur þar hönd á plóginn, og því er svigrúm til einka-
skoðana takmarkað. Ekki er það síst vegna þess að höfundarnir starfa í sam-
vinnu við ritstjórn, sem leggur línurnar um heildarútlit verksins og ræður
miklu um þau viðhorf, sem í bókinni birtast.
Víkjum þá að þeirri yfirlitsgrein íslandssögunnar úr íslensku alfræðiorðabók-
inni, sem Jón Ólafur gagnrýnir.
Megininntak gagnrýni Jóns á íslandssöguþátt alfræðiorðabókarinnar virð-
ist vera það að þar birtist einhvers konar gamaldags og úrelt söguskoðun
(Saga 1991, bls.135 og 141). Hann amast við því að ekki sé um að ræða „kenn-
ingarlega sagnfræði" (127), að ekki sé tekið á „hreyfiöflum þjóðfélagsþróun-
ar á hag- eða félagssögulegum forsendum" (127) og að „þjóðernissinnuð við-
horf (séu) ríkjandi" (134).
1 upphafi greinar sinnar skilgreinir Jón notkun sína á hugtakinu „sögu-
skoðun":
Með orðinu söguskoðun á ég við, hvað menn hafa álitið vera helsta