Saga - 1992, Síða 308
306
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
an Islandssöguþættinum er enn fremur tafla yfir íbúafjölda á fslandi 1703-
1987.
Jón gagnrýnir tiltekna kafla bókarinnar fyrir að vera í „samhengislausum
skeytastíl" (127). Má þar nokkuð til sanns vegar færa. Stíll alfræðiorðabókar-
innar er í grundvallaratriðum „skeytastíll". Par er textinn dreginn saman
með margháttuðum skammstöfunum og sleppt öllu málflúri. Um samheng-
isleysið, sem Jón les úr textanum, má eftirfarandi segja: Texti bókarinnar var
marglesinn yfir af háskólamenntuðu fólki á ýmsum sviðum. íslandssögu-
þátturinn var t.d. lesinn yfir af a.m.k. fimm háskólamenntuðum mönnum,
og kvartaði enginn undan því samhengisleysi, sem Jón sér í textanum.
Jón gagnrýnir að einungis sé vísað til fárra uppflettiorða, sem megi finna
nánari umfjöllun um annars staðar í alfræðiorðabókinni (127-28). Ástæða
þessa er einföld. Ef vísað hefði verið til sérhvers uppflettiorðs fslandssög-
unnar, sem er að finna annars staðar í verkinu, hefðu slíkar vísanir skipt
hundruðum. Hætt er þá við að textinn hefði orðið torlæsilegur. Má sem
dæmi taka að í fyrstu tíu línunum hefðu verið sjö vísanir í önnur uppflettiorð
úr íslandssögunni. Mörg þeirra orða, sem vísað er til, þjóna þeim tilgangi að
útskýra nánar almennar staðhæfingar, og eru því sett í sviga. Hér má nefna
þrjú dæmi:
Við lok 15. aldar og í byrjun 16. aldar lenti kirkjan í hatrömmum deil-
um við hið veraldlega vald út af jarðeignamálum (sjá Hvassafellsmál,
sjá Vatnsfjarðarmál). (Alfr.II. 170)
Á s.hl. 16. aldar og f.hl. 17. aldar kvað nokkuð að ránum útlendinga
við ísland (sjá ránið í Bæ, sjá Tyrkjaránið), enda lítt um varnir.
(Alfr.II. 170)
Hugmyndir um aðskilinn fjárhag íslands og Danmerkur áttu fylg'
fagna í báðum löndunum og var skipuð fjárhagsnefnd sem starfaði
1861-62 og átti að leita leiða um fjárhagsaðskilnaðinn (sjá ástands-
leiðin, sjá reikningskrafan). (Alfr.II. 172)
Hvernig les Jón Ólafur ísberg úr slíkum tilvísunum? Hann tilgreinir öll orð
fslandssöguþáttarins, sem vísa til annars efnis í verkinu, og Ieggur síðan út
af þeim á frumlegan hátt:
í kaflanum er vísað til nokkurra atriða til nánari umfjöllunnar [svo]
en þau eru: Hvassafellsmál, Vatnsfjarðarmál, ránið í Bæ, Tyrkjaran-
ið, einokunarverslun, kaupsvæðaverslun, Innréttingar, móðuharð-
indi, landsnefndin fyrri, landsnefndin síðari, fríhöndlun, ástands-
leiðin, reikningskrafan, miðlun, valtýska, ríkisráðsákvæði [á að vera
ríkisráðsákvæðið], hraðskilnaðarmenn, lögskilnaðarmenn, Keflavík'
ursamningurinn 1946 [á að vera Keflavíkursamningurinn] og varnaí'
samningurinn við Bandaríkin 1951 [á að vera varnarsamningurinnb
Eins og sjá má eru þetta tilvísanir í þekkt atriði þar sem koma vi
sögu vondir biskupar, vondir útlendingar og síðan misjafnlega þj°°
hollir fslendingar. (Saga 1991, 127-28)
Hvaðan koma þessir „vondu biskupar" og „vondu útlendingar"? Ekki e