Saga - 1992, Page 310
308
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
ísland er talið alnumið um 930 en fræðimenn greinir mjög á um
mannfjölda þá. Margir giska þó á að hann hafi verið 10.000-20.000
manns. (Alfr.II. 169)
Gagnrýni Jóns er skorinorð og kjarnyrt:
Hér eru skoðanir „margra" sem „giska" settar fram með þeim hætti
að enginn veit hvað er hvað. Þrátt fyrir að margir giski eru ekki
nefndar aðrar tölur. Hvernig landið telst alnumið með 10.000-20.000
manns er hulin ráðgáta. (Saga 1991, 129-30)
Hér er gagnrýni Jóns að sumu leyti réttmæt. Betra hefði verið fyrir okkur að
fara varlegar í sakirnar, enda eru engar heimildir til um fjölda landsmanna
við lok landnámsaldar, nema ef við tökum tölur úr Landnámu og vinnum með
þær á einhvern hátt. Slíkt hlýtur þó að teljast vafasamt vegna tímamismunar
frá lokum landnámsaldar til ritunar Landnámu. Allar hugleiðingar um þau
efni hljóta að teljast hreinar getgátur (og því óþarfi hjá Jóni að hnýta í sögn-
ina „að giska").
Hins vegar er rétt hjá honum að gagnrýna hina „mörgu" fræðimenn, sem
giski á fjöldann, því að staðreyndin er að flestir veigra sér við slíkri ágiskun
og það hefðum við líka átt að gera. Hér hefði ef til vill verið réttara að nefna
„nokkra" eða „fáeina". Björn Þorsteinsson fer t.d. athyglisverða leið milli
þess að giska og giska ekki:
Ógjörlegt er að giska á fjölda þess fólks, sem hingað fluttist á land-
námsöld, að öðru leyti en því, að það hefur skipt nokkrum þúsund-
um. Innflytjendur hafa varla verið yfir 100 á ári til jafnaðar og fólks-
fjöldinn í landinu tæpast mikið yfir 10.000 um 930.3
Erfitt er að sjá hví það er Jóni hulin ráðgáta að landið geti talist alnumið með
10.000-20.000 manns. Telur hann þá tölu of háa eða of lága? Á hvaða for-
sendum þá?
( upphafi gagnrýni sinnar á undirkaflann Þjóðvcldisöld (930-1262) [sem i
alfræðibókinni nær til 1264] tekur Jón þrjár aðgreindar setningar úr Islands-
söguþætti okkar og raðar upp til að lesa úr þeim:
Með stofnun Alþingis, allsherjarþings íslendinga, á Þingvöllum um
930 var myndað heildstætt ríki, stundum nefnt þjóðveldið eða alls-
herjarríkið." „Helsta stétt landsins var sjálfseignarbændur." „Árlega
voru haldin héraðsbundin vorþing og leiðarþing . . . (Saga 1991, bls-
129)
Hér átti að vera um svo hlutlæga lýsingu að ræða sem orðið gæti, af okkar
hálfu. Hið eina, sem við hefðum talið umdeilanlegt þarna, er setningm-
„Helsta stétt landsins var sjálfseignarbændur." (Þessi setning er lengri, þóh
Jón Ólafur setji punktinn aftan við hana.) Þarna hefði hugsanlega mátt deila
um merkingu orðsins „helsta". Voru aðrar stéttir fjölmennari á íslandi í upP'
hafi þjóðveldisaldar? Varla leiguliðar eða búðsetumenn. Mögulega (en þ°
ekki endilega líklega) kann vinnufólk og/eða þrælar að hafa verið fjöl
mennara, en þess ber að gæta að þeir hópar gátu lítil áhrif haft á stjórnskipuj1
eða setningu laga í þessu ríki. Hvað með höfðingja? Því er fljótsvarað, höf
ingjar tilheyrðu sjálfseignarbændastéttinni sem hinir auðugustu og voldug^
ustu í þeim hópi. Eftir stendur þá að sjálfseignarbændur voru „helsta stéttm