Saga - 1992, Page 314
312
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
málsgrein við erlendu biskupana, sem nefndir voru í fyrri undirkafla, og
kemst að þeirri niðurstöðu að biskupaval hafi verið í ólestri, „liklegast vegna
þess að þeir voru útlendingar" (Saga 1991, 131). Önnur niðurstaða hans er
þó sérkennilegri, því hann þykist geta lesið út úr þessum tilvitnunum að
eðlilegri starfsemi kirkjunnar sé í íslandssöguþætti alfræðiorðabókarinnar
„slengt" inn í samfélagið sem „illu, fégráðugu, siðlausu og útlendu afli"
(Saga 1991, 130-31).
Hvergi er minnst á það í texta alfræðiorðabókarinnar að kirkjan hafi verið
„illt" eða „fégráðugt" afl. Þessi gildishlöðnu hugtök verða til í huga Jóns og
virðast samræmast þörf hans fyrir að sjá íslandssöguna í formi siðferðilegra
dóma. Og þegar sagt er að klausturlífi hafi „hnignað" og siðleysis hafi
„gætt", þá dregur Jón upp þá mynd að kirkjan öll hafi verið „siðlaust afl" •
Hvort kirkjan á miðöldum hafi verið útlent afl er að sjálfsögðu matsatriði, án
þess að felldir séu nokkrir dómar um þjóðhollustu. Yfirmenn kirkjunnar,
páfar og flestir erkibiskupar, litu svo á að kirkjan næði sem stofnun yfir öll
landamæri. í þeim skilningi gæti hún kallast alþjóðleg. En hún var einnig
með þjóðlegum blæ á hverju svæði fyrir sig, ekki síst eftir því sem lengra dró
frá Róm. Og engir biskupsstólar voru fjær Róm á miðöldum en einmitt Skál-
holt og Hólar, sem væntanlega hefur skapað íslensku kirkjunni nokkra sér-
stöðu.
Næst gagnrýnir Jón eftirfarandi klausu um ensku öldina:
en þá komu Englendingar til íslands til verslunar og veiða. Rufu þeir
þar verslunareinokun Björgvinjarkaupmanna. Það leiddi til afskipta
konungs sem bannaði íslendingum hvað eftir annað að versla við
Englendinga. Leiddi þetta til hálfgerðs stríðsástands Englendinga og
Danmerkur 1468-90. (Saga 1991, 131)
Fyrst má hér nefna mislestur Jóns. Það er ekki rætt um „stríðsástand Eng-
lendinga og Danmerkur" í texta alfræðiorðabókarinnar, enda órökrétt að
stefna þjóð annars vegar og ríki hins vegar til styrjaldar. Mislestur Jóns felst
í styttingunni „Engl.", en eins og sjá má í skammstafanalista alfræðiorðabók-
arinnar (I.b., bls. XV) merkir hún „England".
Jón gagnrýnir að Björgvinjareinokun skuli ekki skilgreind, því að það sé
nauðsynlegt að Iesandi skilji afskipti konungs og hið hálfgerða stríðsástand.
Verður hér aftur að vísa til hugkvæmni lesanda, því að „Björgvinjarverslun"
er uppflettiorð í alfræðiorðabókinni.
Því næst fylgir útlagning Jóns á ofangreindum texta:
Englendingarnir eru góðu mennirnir sem koma með frjálsa verslun
og þá er nú gott að hafa í huga að þegar verslunin er frjáls þá er þjóð-
in frjáls. Eða var það öfugt? (Saga 1991, 131)
Þessi viðhorf koma hvergi fram í alfræðiorðabókinni. Hér er því um að ræða
skoðanir Jóns sjálfs, og hann virðist sjálfur ekki fyllilega öruggur á því hverj-
ar þær séu, sbr. spurninguna í Iokin. En hér kemur enn á ný fram þörf Jóns
fyrir siðferðisdóma í íslandssögunni, að sjá það út hverjir séu „góðu
mennirnir".
í upphafi gagnrýninnar á undirkaflann Frá siðaskiptum til einveldis (1550-
1662) kastar fyrst tólfunum í vafasömum textalestri Jóns. Þar bregður hann