Saga - 1992, Blaðsíða 316
314
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
til að lýsa áþján og arðráni hins útlenda valds, sem meira að segja
einokar fugla himinsins? Það sama er uppi á teningnum varðandi rán
útlendinganna en þau eru greinilega kónginum að kenna, „enda lítt
um varnir. (Saga 1991, 131-32)
Með því að bregða ekki upp þeim texta alfræðiorðabókarinnar, sem hann
gagnrýnir, getur Jón fengið lesanda til að halda að ýmislegt í texta hans sé
komið úr alfræðiorðabókinni. Það á t.d. við um þá misfærslu Jóns að segja
konung hafa eignast jarðir og fjármuni kirkjunnar. Hið rétta er að sjálfsögðu
að konungur lagði undir sig klaustureignir og eignir síðustu kaþólsku
biskupanna, eins og segir í alfræðiorðabókinni. Jarðeignir biskupsstóla og
kirkjustaða lét hann að mestu eiga sig, fyrir utan útróðrarjarðir Skálholtsstóls
á Suðurnesjum.
Verra er að Jón skuli setja orðið „illvirkin" (sem hann segir nákvæmlega
tíunduð) í gæsalappir. Þar með gefur hann í skyn að þau séu komin úr texta
alfræðiorðabókarinnar, því hann notar annars ekki gæsalappir nema þegar
hann vísar til þess texta. En „illvirkin" er ekki að finna í texta alfræðiorðabók-
arinnar. Þau eru sprottin upp úr hugarheimi Jóns sjálfs.
Jón segir ekkert svar við því hvernig umsvif konungs stórjukust. Hér geta
lesendur sjálfir dæmt út frá texta alfræðiorðabókarinnar, en helmingur þess
texta, sem vitnað er til, fjallar um aukin umsvif og völd konungs.
Innskot Jóns um siðaskiptin birtist eins og skrattinn úr sauðarleggnum i
umfjöllun hans um þennan texta, enda komið úr fyrri kafla. Þetta skipulags-
leysi Jóns gæti fengið andvaralausan lesanda til að ætla að það sé að finna i
alfræðiorðabókinni, þótt svo sé ekki.
Um lokatúlkun Jóns á þessari klausu þarf vart að fjölyrða, því hún dærnir
sig sjálf. Gildishlaðin orð eins og „arðrán" og „áþján" eru sprottin upp ur
hugarheimi hans sjálfs, svo og túlkun hans að rán útlendinga séu „greinilega
kónginum að kenna." Aftur þarf Jón að finna einhvem syndasel. En fróðlegf
væri að vita hve margir lesendur sjá þetta jafn greinilega og Jón.
Þá er vart hægt að líta öðruvísi á en að Jón hefji sig á skáldlegt flug, þegar
hann talar um að hið útlenda vald „einoki fugla himinsins", því engar lýsing'
ar af því tagi er að finna í texta alfræðiorðabókarinnar.
Næsta setning í grein Jóns hljóðar svo:
Með því að segja að einokunarverslunin hafi verið „misjafnleg3
þokkuð" er gefið í skyn að hún hafi verið slæm og þessu er fylgt efur
með því að segja að kaupsvæðaverslunin hafi verið „illræmd". (Saga
1991, 132)
Hér virðist um vísvitandi rangtúlkun að ræða. „Misjafnlega þokkuð" þýð,r
„misjafnlega þokkuð", þ.e. að hún hafi verið hagkvæm fyrir suma, en óhag
kvæm fyrir aðra (eða, ef þarf að nota gildisdóma, „góð" fyrir suma og „slæm
fyrir aðra). Jón kýs sjálfur að færa orðalagið til verri vegar.
Hins vegar skal fúslega viðurkennt að okkur hefur brugðist bogalistii) i
hlutlægninni, þegar orðið „illræmd" komst inn, því það felur í sér gildis
dóm. Jón hnýtur eðlilega um þetta og hnýtir í. Er beðist velvirðingar á þessu-
Orðið kemur reyndar fyrir á einum öðmm stað í íslandssöguþættinum, þ e'