Saga - 1992, Page 320
318
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
o.fl. stóð yfir í tvö ár. Síldarútvegsnefnd, sérstaklega framkvæmdastjóri
hennar, Gunnar Flóvenz, sýndi mikinn áhuga á þessu máli og veitti mér
mikinn stuðning, líka fjárhagslegan, og þar komu fleiri aðilar við sögu. Hér
mættu reyndar mörg fyrirtæki taka Síldarútvegsnefnd sér til fyrirmyndar. Ég
notaði síðan þennan heimildabanka, sem ég hafði safnað, til að skrifa Iokarit-
gerð mína í Háskóla íslands. Síldarútvegsnefnd fékk síðan í hendur afrakst-
urinn, heimildabankann og ritgerðina, til frjálsra afnota þ.m.t. útgáfu. í
þessu máli voru engin undirmál, allir vissu af öllum, Síldarútvegsnefnd, Vís-
indasjóður og leiðbeinandi minn í Háskólanum.
Nú liðu allmörg ár uns framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar bað mig að
sjá um að saga þessa atvinnuvegar væri skrifuð í alvöru. Ég féllst á þetta og
hef síðan unnið að því í stopulum frístundum. Hvað varðar síðara atriðið,
Kennaratal, er augljóst að um villu er að ræða. Ég talaði í síma við starfsmann
Kennaratals sumarið 1986 þar sem við fórum yfir æviágrip mitt í nefndri bók.
Ég sagði honum hvernig mál stæðu og að ég vonaðist til að Síldarsaga kæmi
út sem fyrst. Mér er gersamlega ókunnugt um hvers vegna hún var talin
koma út þá um haustið og er þar við bjartsýni ritstjóra Kennaratals eina að
sakast. Ég hef hvorki löngun né þörf til að skreyta mig illa fengnum fjöðrum
í þessu efni.
B.S. verður tíðrætt um stílsnilld og heimildarýni. Látum nú stílsnilldina
vera hans en líium ögn á heimildarýnina. í ritdómi mínum skipti ég villun-
um í flokka og tíndi til nokkur dæmi um smávillur. Þær eru miklu fleiri í bók-
inni en ég tilgreini. B.S. afgreiðir þessar villur ýmist þannig að þær skiph
engu máli eða skákar í því hróksvaldinu að aðrir haldi öðru fram og vísar til
þess að heimildarmenn hans hafi unnið svo og svo lengi við síldarútveg. Svo
vill til að sá sem hér heldur á penna er uppalinn í sjávarplássi norðanlands og
vann við síld til sjós og lands hátt á annan áratug. Auðvitað er matsatriði
hvað hér þarf til að teljast gjaldgengur en mér finnst starfsreynsla mín nokk-
urs virði.
Lítum nú aftur á bókina, ritdóminn og athugasemdir B.S. Ég hef í starfi
mínu átt mjög gott samstarf við söfn á svæðinu frá Mandal norður til Björg-
vinjar í Noregi. Sérstaklega er ástæða til að nefna hér bókasafn háskólans í
Björgvin sem hefur verið mér innan handar við öflun heimilda. Auk þess fór
ég til Noregs og þræddi síldarstaði á þessu svæði. B.S. spyr hvaða rétt ég hafi
til leiðréttinga á frásögn hans sem hann telur byggða á traustum heimildum-
Eins og ég gat um í ritdómnum eru sumar skekkjurnar vegna óheppilegra
heimilda sem B.S. notar. Matthías Þórðarson skrifaði Síldarsögu sína a
örskömmum tíma og var búsettur erlendis á þeirri tíð. Þess vegna gat tæpast
öðru vísi farið en að þar slæddist inn ein og ein villa. Bók Kari Shetelig Hovland
er yfirleitt réttari en stundum notar hún bók Matthíasar sem heimild. Nu
óskar B.S. eftir rökum fyrir „leiðréttingum" mínum. Ritdómurum eru jafnan
settar fremur þröngar skorður þannig að þeir hafa yfirleitt naumt svigrúm h
rökstuðnings eða tilvitnana. En athugum nokkur atriði.
Skip Ottos Wathncs, „Sleipner", fórst í óveðri haustið 1869. B.S. telur í bók
sinni að þetta hafi verið 1868 en nefnir í athugasemdum að ártalið sé eitthva
á reiki. Hvað gera menn þá? Þeir lesa blöðin eða aðrar samtímaheimildir og