Saga - 1992, Side 332
330
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
á þeirri útkomu sem eftir var sóst (170). GS er sjáanlega mun kröfuharðari á
þessu sviði vísinda en ritstjórar Annals ofHuman Genetics, en þeir birtu þessa
útreikninga athugasemdalaust. 1 þessu dæmi var gengið út frá eftirfarandi
forsendum:
Gert var ráð fyrir að þjóðin hefði orðið fyrir 24 bólusóttarfaröldrum á
600 ára tímabili eða einum faraldri í ættlið þar sem ættliður telst 25 ár.
Gert var ráð fyrir að úrvalsstyrkurinn gegn A-flokki hefði verið
hinn sami í öllum ættliðum, 0,026 eða 2,6%. Pá er breytingunni á A-
flokki frá norskri tíðni yfir í íslenska jafnað niður á 24 ættliði. Engar
forsendur voru fyrirfram gefnar um tíðni B- og O-genanna, aðrar en
þær að tíðnin á A-, B- og O-genunum er samanlagt 1,0000.
Gert var ráð fyrir geómetísku úrvali, þ.e. að ef lífslíkur fólks með
A-genið í arfblendnum gerðum hefði verið m þá hefðu þær verið m2
þegar A-genið var arfhreint (m = 1 - 0,026 = 0,9740).
Reiknuð tíðni O- og B-genanna eftir 24 ættliða úrvai reyndist verða því nær
nákvæmlega hin sama og sú tíðni sem mælst hefur á nútíma. Par skeikaði
ekki fyrr en í þriðja aukastaf. Samanburðurinn á mældri og reiknaðri tíðni
sést hér á eftir.
Gen Tíðni gena Mæld íslensk í ABO-kerfinu Mæld norsk Reiknuð íslensk
A 0,1887 0,3044 0,1887
B 0,0684 0,0552 0,0644
O 0,7429 0,6404 0,7469
Samtals 1,0000 1,0000 1,0000
Þessir útreikningar sýna að hægt er að reikna íslensku tíðnina á B- og O-gen-
unum út frá norsku tíðninni með því að gera ráð fyrir því einu að tíðni A-
flokksgensins hafi lækkað úr 0,3044 í 0,1887 vegna úrvals. Það skal enn ítrek-
að að þessir útreikningar sanna ekki einir sér að íslensk tíðni í ABO-kerfinu
sé til orðin vegna bólusóttarúrvals. Útkoman er hins vegar í samræmi við þa
skýringu.
Vill hækka hlutfall íra og Skota
GS segir það rangt að hann efist um niðurstöður Ellen M. Wijsman (170, 171)-
Eftirfarandi túlkun á niðurstöðum hennar í ritgerð hans bendir þó til annars:
a) Samkvæmt útreikningum hennar virðast staðalfrávik slík að engar
ályktanir sé hægt að draga af þeim.
og fáeinum línum neðar:
b) Jafnvel þótt fallist sé á að sumar þessar aðferðir séu áreiðanlegar et
hægt að túlka niðurstöðurnar á mismunandi vegu.24
24 GS (1988), 38. a) „From her. . . canbe drawn."b) „Evenif. . . in different ways ■