Saga - 1992, Síða 334
332
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
Lie, Rolf W„ 1991. „Husdyrene i middelalderens Oslo." ]ord og gjerning, 5. árgang,
19-32. Landbruksforlaget, Oslo.
Stefán Aðalsteinsson, 1982. Sauðkindin, landið ogpjóðin. 119 bls. Reykjavík.
Stefán Aðalsteinsson og B. Blumenberg, 1983. „Possible norse origin for two North-
eastern United States cat populations". Zeitschr. fur Tierz. u. Ziicht.biol., 100, 161-
174.
Stefán Aðalsteinsson, 1985. „Possible changes in the frequency of the human ABO
blood groups in Iceland due to smallpox epidemics selection." Ann. Hum.
Genet., Lond., 49, 275-281.
Stefán Aðalsteinsson, 1987. „Uppruni íslenskra húsdýra." 1 fslensk þjóðmenning, I
(ritstj. Frosti F. Jóhannsson), 31-46. Reykjavík.
Stefán Aðalsteinsson, 1989. „Uppruni íslendinga. Nokkrar athugasemdir." Saga,
XXVII, 123-136.
Vogel, F. og Chakravartti, M„ 1971. „ABO Blood Groups and Smallpox in a Rural
Population of West Bengal and Bihar (India)." í: Natural Selection in Human Popu-
lations (ritstj. C.J. Bajema), 148-165. John Wiley & Sons, Inc„ New York.
Vogel, F. og Motulski, A.G., 1979. Human Genetics. Springer Verlag.
Aftanmálsgrein
Blaðamaðurinn óskaði eftir viðtali við mig sumarið 1989 um úrval í ABO-
blóðflokkakerfinu af völdum bólusóttar. Að loknu viðtalinu óskaði hann eftir
viðbótarefni til að fá fyllri mynd af því sem hér væri á ferðinni.
Hann fékk þá að sjá handrit að grein þeirri sem ég hafði þá skrifað fyrir
Sögu 1989 og var enn óbirt. Það var tekið skýrt fram við blaðamanninn að
greinin væri trúnaðarmál og hann mætti hvorki nota neitt úr henni í viðtal-
inu né láta þess getið að hún væri á ferðinni. Blaðamaðurinn lofaði að halda
fullum trúnaði um greinina en óskaði eftir að fá ljósrit af henni, og var það
látið eftir honum.
Það næsta sem heyrðist frá blaðamanninum var að hann óskaði eftir að fá
að hafa viðtöl við okkur GS saman í Morgunblaðinu þar sem sjónarmið okkar
beggja fengju að koma fram. Þeirri beiðni neitaði ég og taldi það af og frá að
fjalla um viðhorf okkar GS til þessara mála saman í dagblöðum á meðan
alvarleg, fagleg gagnrýni á málsmeðferð GS á sama efni biði birtingar í fræði-
riti. Um leið óskaði ég þess að horfið yrði frá birtingu viðtalsins við mig 1
Morgunblaðinu. Og við það sat.