Saga - 1992, Page 340
338
RITFREGNIR
í raun er nær ómögulegt að ritdæma bók af þessu tagi þannig að henni sé
sýnd full sanngirni. Bæði er sagan sögð þar á svo margbreytilegan hátt og
Iesmáti notenda það ólíkur að aldrei verður kröfum allra fullnægt - og reynd-
ar stangast þær stundum á. Sem dæmi má nefna að á bls. 182 var ég búinn að
fá mig fullsaddan af blautum fiski og kapítalískum framleiðsluháttum, þaf
sem um þá hafði þegar verið fjallað víða áður (t.d. á bls. 112-13, 136-7 og
178-9), en í brotakenndum texta uppflettirita verður sjálfsagt ekki komist hja
slíkum endurtekningum. Af sömu ástæðu er erfitt að nálgast verkið á annan
hátt en sem samansafn einangraðra þátta, sem flestir líða fyrir þá sök að tak-
markað rými og skortur frumrannsókna á mörgum sviðum íslandssögunnar
gerir höfundum ómögulegt að kafa jafn djúpt undir yfirborðið og æskilegt
hefði verið.
Þegar á heildina er litið er íslenskur söguatlas óvenju velheppnað verk. Fyrst
ber að nefna stórglæsilegt útlit bókarinnar. Prentunin stendur jafnfætis þvi
sem best gerist á vönduðum listaverkabókum og því njóta smekklega notaðir
litir sín vel. Myndir eru ágæt blanda ljósmynda frá tímabilinu sem er til
umfjöllunar, málverka og teikninga, og þær gefa góða innsýn bæði í mannlíf
tímans og landfræðilegar aðstæður á sögustöðum. Pær falla nær undantekn-
ingarlaust vel að texta, þó svo að mér hafi þótt samband barna við heyskap
(bls. 42) og afkomu biskupsstóla á síðari hluta 18. aldar nokkuð langsótt-
Myndrit af ýmsum toga eru á nær hverri opnu lesendum til skilningsauka.
Línuritin eru mörg hver afskaplega vel heppnuð, en skipuritin eru hins veg-
ar öllu síðri. Líða þau fyrir skort á skýringum, þannig að oftast er ómögulegt
að vita hvað örvar á milli einstakra þátta í myndunum eiga að tákna. Á skýr'
ingarmynd um stjórnkerfi Bandaríkjanna á síðari hluta 18. og fyrri hluta 19-
aldar (bls. 51) eru t.d. örvar sem sýna réttilega að þingmenn voru valdir at
hvítum karlmönnum og kjörmenn velja forseta, en nákvæmlega eins örvar
liggja frá forseta og hæstarétti til þings, og hvað þær eiga að tákna er ég ekk1
viss um. Engin ör er hins vegar til að sýna hlutverk þings og forseta í vali 3
dómurum í hæstarétti. Svipað má segja um önnur skipurit í bókinni. Þannig
tákna sams konar örvar mismunandi samband á milli stofnana í skýringaf'
mynd af uppbyggingu stjórnkerfis á íslandi á landshöfðingjatímanum (bls-
102), um leið og ætla mætti að hrepps- og sýslunefndir hafi verið valdar a
amtmönnum en ekki kjósendum. Kort eru fyrirferðarmikil í bókinni, eins og
við má búast af söguatlas, og er hönnun þeirra oftast með ágætum. Helsh
galli þeirra er sá að oft er erfitt að staðsetja nákvæmlega hvar tölur og skýr
ingartákn eiga að lenda á landinu - sem dæmi um það má nefna kraðak lýs
istunna á Vestfjörðum (bls. 143) og bátaflotann umhverfis landið árið 19
(bls. 181). Eins þykja mér full margar villur hafa slæðst inn við gerð kortanna-
Sumar eru smáar og auðsæjar, eins og þegar upphafsstafur Stokkseyrar
lags hefur drukknað í Þingvallavatni (bls. 155), og flestar hinar stærri eru
leiðréttar aftanmáls. En í viðbót við þær skekkjur sem þar eru nefndar sta
kort um skiptingu heimsins árið 1914 mig í augun (bls. 121). Mér er t.d. e
tamt að líta á Bandaríkin við upphaf fyrri heimsstyrjaldar sem nýfrjálst ri 1
og sama má reyndar segja um flest lönd Rómönsku Ameríku - þar sem p