Saga - 1992, Page 343
RITFREGNIR
341
eiga þeir það til að falla fyrir hinum nýrri, ekki gagnrýnislaust en þó án þess
að bjóða upp á aðra kosti. Mér finnst þeir t.d. á stundum vera full háðir sögu-
legri efnishyggju í sinni einföldustu mynd. Sem dæmi má nefna, að ég tel
ntjög hæpið að Iíta á pólitísk átök og byltingar í Frakklandi á síðari hluta 18.
aldar og á fyrri hluta þeirrar 19. sem stéttabaráttu, a.m.k. ef við leggjum
marxískan skilning í hugtakið stétt. Pannig er ofmælt á bls. 108 að franska
byltingin hafi svipt landeigendastéttina eignum og áhrifum í Frakklandi, þar
sem allir helstu forystumenn byltingarinnar voru sammála um að eignarrétt-
urinn væri heilagur og hann mætti ekki skerða. Þeir sem misstu eigur sínar
voru, auk kirkjunnar, fyrst og síðast aðalsmenn sem töldust hafa svikið bylt-
■nguna og víða endaði stærsti hluti þeirra eigna sem var seldur í kjölfarið í
höndum nýrrar landeigendastéttar sem var að mestu upprunnin úr borgara-
stéttinni. Af þessum sökum skiptist landeigendastétt 19. aldar í Frakklandi
upp í gagnstæðar fylkingar, og byggðist sú skipting alls ekki á magni og sam-
setningu jarðeigna sem einstakir meðlimir hennar réðu yfir; afkomendur
aðalsmanna, sem höfðu reyndar mikil völd alla 19. öldina, voru almennt
íhaldssamir af því að þeir höfnuðu arfleifð byltingar sem hafði ráðist gegn
forréttindum þeirra, á meðan afkomendur þeirra sem högnuðust á jarðasöl-
um eftir byltingu fylgdu almennt lýðræðissinnum að málum í baráttunni
8egn gagnbyltingaröflunum. Pólitísk afstaða fór því sjaldan eftir „fram-
leiðsluafstæðum", heldur byggðist miklu frekar á arfleifð stéttaskiptingar
lénsveldisins, þó svo að síðustu leifar þess hafi verið upprættar í bylting-
unni.
í raun gilti svipað um ísland og íslenskt stéttakerfi á 18. og 19. öld. Á bls.
170-71 setja þeir atlasmenn fram Iíkan af marxískri stéttagreiningu, sem þeir
segja hafa „verið ráðandi undanfarna áratugi". Þeir reyna að beita þessu
greiningarlíkani á íslenskt bændasamfélag, en lenda þar í nokkrum erfiðleik-
um. Á síðari hluta 18. aldar var það óskilgreind yfirstétt sem stóð gegn breyt-
Ingum (bls. 37) en á þeirri 19. virðast andstæður á milli yfirstéttarinnar
(embættismanna og stærri landeigenda) og millistéttarinnar (bænda) vera
horfnar (bls. 170); nú lágu átakalínurnar fyrst og fremst á milli bændastéttar-
lr>nar annars vegar og tómthúsmanna, niðursetninga og hluta vinnufólks
hins vegar. I raun held ég að málið sé og hafi alltaf verið miklu flóknari en
þetta. Stéttahagsmunir voru aldrei það einsleitir að varanleg pólitísk sam-
sfaða myndaðist á grunni þeirra. Einstaklingur sem var allt í senn bóndi,
embættismaður og landeigandi átti stundum, en alls ekki alltaf, samleið með
oðrum sem var landeigandi, bóndi og fyrrverandi vinnumaður. Ekki þarf því
aö homa á óvart að 19. aldar menn greindu sig í stéttir á allt öðrum forsend-
nrn en Karl Marx. Oftast töldu þeir aðeins tvær stéttir vera í landinu, em-
®ttismenn og bændur, og skipti þar afstaðan til framleiðslutækjanna engu.
tkki minnist ég að hafa nokkurn tíma séð orðið „landeigendastétt" notað í
Uffiræðu þessara ára á íslandi, og vinnufólk var ekki greint frá bændum af
Pv> að það var álitið tilvonandi bændafólk - og afkomendur bænda.
Enginn ritdómur er fullskapaður án sparðatínings og er því ekki úr vegi að
er>da á nokkrum minniháttar umkvörtunarefnum. Hvað varðar prentvillur
er svo sem ekkert annað að segja en það, að þrátt fyrir þá almennu athygli