Saga - 1992, Blaðsíða 344
342
RITFREGNIR
sem íslenskir ritdómarar gefa þeim virðist sem prentvillupúkinn lifi mjög
góðu lífi á íslandi. íslenskur söguatlas er þar engin undantekning. Get ég bent
þar á „verlun" og „verlunarsvæði" i heiti korta á bls. 135, „togstreytu" og „í
sjálfum sér" á bls. 174-75, en læt þar við sitja. Eitthvað hefur líka skolast til
með stjórnarskrá Bandaríkjanna (bls. 50), sem sögð er hafa verið samþykkt
„rúmum 20 árum síðar" en sjálfstæðisyfirlýsingin, eða eftir 1796. Petta er
sennilega einföld prentvilla, þ.e.a.s. í stað 20 á að koma 10, en rangt er að
segja að hún gildi „að mestu óbreytt enn" þar sem hin upprunalega stjórnar-
skrá hefur í sjálfu sér ekkert breyst, nema hvað við hana hefur verið bætt 26
greinum sem hafa lengt skrána um nær helming frá því hún var upphaflega
samþykkt, auk þess sem túlkun hennar er stöðugum breytingum undirorp-
in. Að lokum vil ég benda á að ég er skráður sem heimildarmaður fyrir línu-
riti um „hlutfall bænda, bændabarna og vinnufólks eftir aldurshópum í
Eyjafjarðarsýslu" árið 1864 (bls. 69), en ég minnist ekki að ég hafi nokkurn
tíma gert tilraun til slíkra útreikninga fyrir það ár - og þó svo að ég hafi lagt
grunn að slíkum reikningum fyrir árin 1801 og 1901 í rannsóknum mínum
koma þeir ekki fram í þessu formi í ritinu sem vísað er til.
íslenskur söguatlas er metnaðarfullt rit og sem betur fer nær metnaðurinn
langt út fyrir búning og útlit. Höfundar nálgast efnið á ögrandi hátt og leita
sér fanga í því nýjasta sem komið hefur fram í íslenskri sagnfræði á undan-
förnum árum. Bókin er því ekki minnismerki um íslenska sagnfræði síðustu
áratuga, heldur tilraun til að varpa nýju ljósi á þróun tímabilsins sem tekið er
til meðferðar. íslenskur söguatlas er því ekki aðeins kærkomið rit, sem sómir
sér vel í gjafapökkum á tyllidögum, heldur alvarleg og nýstárleg greining á
íslensku samfélagi.
Guðmundur Hálfdanarson
Guðmundur L. Friðfinnsson, Egilsá: ÞJÓÐLlF OG ÞJÓÐ-
HÆTTIR. Myndaritstjórn: Ivar Gissurarson, Hjalti
Pálsson. Formála ritaði Þór Magnússon þjóðminjavörður.
Örn og Örlygur. Reykjavík 1991. 333 bls. Myndir, skrár
um mannanöfn, örnefni, atriðisorð og uppruna mynda.
Ar hvert eru gefnar út margar bækur og tímarit með efni, sem kallað er
„þjóðlegur fróðleikur" og er býsna fjölbreytt, minningar, frásöguþættir,
þjóðlífslýsingar. Höfundar fjalla um liðna tíð, lýsa atvinnuháttum og verk-
lagi, hefðum og sérkennum í sinni sveit, einatt í bland við ættfræði og per'
sónusögu. Efnistök eru fjarska misjöfn. Sumir höfundar styðjast einungis
við minni, aðrir leita halds í ýmiss konar heimildum. Alþýðufræðimenn svo-
nefndir og margvíslega skólaðir höfundar hafa fengizt við þjóðleg fræði, og
stíll höfunda er jafn breytilegur og þeir eru margir, en er þó yfirleitt í ætt við
alþýðlegan sagnastíl, sem mótaðist á síðustu öld; að jafnaði gætir eftirsjár i