Saga - 1992, Page 345
RITFREGNIR
343
minningaritum. Ýmislegt í orðavali virðist nútímamönnum ærið fornlegt, og
því er stundum haldið fram, að margt sé óþarflega smátt brytjað í frásögn-
inni.
Bók um þjóðlegan fróðleik af þessu tagi er því aðeins góð, að haldist í
hendur næm athyglisgáfa, gott minni og skýr frásagnarlist. Jafnframt þurfa
höfundar að kunna góð skil á samtíma sínum, því að ella kunna þeir ekki að
greina kjarna frá hismi; bækur þeirra, sem staðnæmst hafa í fortíðinni, ein-
kennast af fordómum og óeðlilegri eftirsjá.
Beztu ritin af þessum toga eru merkilegt framlag til þjóðarsögunnar. Ég
nefni hér einungis ævisögu Theodórs Friðrikssonar, / verwn, og minninga-
brot Ólínu Jónasdóttur, Ég vitja þín, æska.' Þær lýsa einkum síðustu áratug-
um 19. aldar, en sú bók, sem hér er til umræðu, tekur við þar sem þráður
þeirra er á enda kljáður.
Guðmundur L. Friðfinnsson fæddist á Egilsá árið 1905 og hefur búið þar
alla tíð. Egilsá er í Norðurárdal í Skagafirði, afskekkt býli á fyrri tíð, þótt það
blasi við af þjóðleiðinni milli Skagafjarðar og Öxnadals í Eyjafirði, því að
bærinn stendur handan Norðurár. Á þessum sjónarhóli stendur Guðmund-
ur. Minningar hans eru umgjörð frásagnarinnar, uppistaðan er lýsing á verk-
lagi, mataræði, tíðaranda, mannlífi, kaupstaðarferðum og viðburðum á
Egilsá og nágrannabæjum, ívafið lýsingar á persónum, sem við sögu koma,
foreldrum sögumanns og nágrönnum. Frásögnin er mest bundin við fyrstu
aratugi aldarinnar, en nær í einstökum atriðum fram yfir 1950.
Frásögnin tekur mið af verkahring ársins og hefst á haustverkum, Undir
hausthimni heitir sá kafli, bls. 11-54. Þá kemur Skarður máni og blá svell, bls.
55-190, og loks Sumardís með sól í hári, bls. 191-281. Hver kafli er hlutaður í
undirkafla eftir efni, persónulýsingum skotið inn þar sem við á. Höfundur
lýsir atvikum og viðburðum eftir minni, en vísar til rita um sambærileg efni
máli sínu til áréttingar. Sem dæmi um frásagnarstíl Guðmundar skal tilfærð-
ur stuttur kafli um Orðafar og lífsstíl:
Þetta er umfangsmikið efni, sem erfitt er að gera tæmandi skil, og
felst oft í smámunum, einstaklingsbundnum að meira eða minna
leyti, og því ekki hægt að alhæfa.
Þótt víða á þessum blöðum sé getið um sitt hvað, sem að þessu
lýtur, skal þó reynt að bæta við örfáum sýnishornum eftir því sem
minni og kunnugleiki hrekkur til. Áhrifa frá danskri tungu gætti
nokkuð í máli margra. Þannig held ég að orðið „vél" hafi verið næsta
fágætt á mínum bernskuárum, heldur „maskína" eða „mótor". Þó
knúðu gufuvélar skip. Svo má vera, að talað hafi verið um vélina í
bátnum, en mótorbátur hét hann þó almennt. Kannski lét nærri að
taðkvörnin ein héldi uppi heiðri tungunnar hvað þetta snerti. Hana
heyrði ég oftast kallaða skítavél, sjaldan taðkvörn (bls. 179).
Ýmislegt í frásögn Guðmundar kemur kunnuglega fyrir sjónir í þeim skiln-
1 Theodór Friðriksson: / verum, Rvk 1941; Ólína Jónasdóttir: Ég vitja þín, æska, Ak.
1945. Síðar aukin og endurútgefin í Efhátt lét í straumnið Héraðsvatna, Rvk 1981.