Saga - 1992, Qupperneq 347
RITFREGNIR
345
Þorleifur Óskarsson: ISLENSK TOGARAÚTGERÐ 1945-
1970. Sagnfræðirannsóknir. Studia Historica 11. bindi.
Ritstjóri Gísli Gunnarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs
1991. 272 bls. Myndir, kort, línurit og skýringarmyndir.
Sögu íslenskrar togaraútgerðar frá stríðslokum má með miklum rétti skipta í
tvö vel aðgreind tímabil: nýsköpumrtímabilið, sem hófst með komu nýsköp-
unartogaranna svonefndu, árið 1947, og stóð fram um 1970, og skuttogara-
tímabilið, sem hófst er skuttogarar tóku að leysa nýsköpunartogarana af
hólmi, um og eftir 1970, og stendur enn. Hin eiginlega nýsköpun, þ.e. sú
uppbygging atvinnuveganna, sem hófst þegar í stríðslok og var kostuð af
því fé, er landsmönnum hafði safnast á stríðsárunum, stóð að sönnu miklu
skemur, en nýsköpunartogararnir voru uppistaðan í íslenska togaraflotan-
um allt frá því þeir byrjuðu að koma til landsins, í ársbyrjun 1947, og þar til
skuttogararnir leystu þá af hólmi á fyrri hluta 8. áratugarins. Á togarana, sem
keyptir voru fyrir Marshallfé á árunum 1948-50, ber að líta sem nýsköpunar-
togara, enda voru þau kaup í sjálfu sér beint framhald nýsköpunarstjórnar-
innar þótt fé til þeirra væri fengið með öðrum hætti. Skipin, sem bættust í
fogaraflotann um 1960, voru á hinn bóginn svo fá að þau marka engin tíma-
mót í útgerðarsögunni.
Samkvæmt þessari skilgreiningu fjallar bók Þorleifs Óskarssonar, sem hér
er til umfjöllunar, um nýsköpunartímabilið. Höfundur skiptir bókinni í átján
meginkafla og skiptast flestir þeirra í fleiri eða færri undirkafla. Fyrsti kafli er
almennur inngangur, en í öðrum kafla hefst frásögnin á lýsingu á ástandi
fogaraflotans árið 1945, áhrifum kreppunnar á 4. áratugnum, stríðsárum og
stríðsgróða, og í fjórða hluta annars kafla er grein gerð fyrir nýsköpunarhug-
myndum og nýsköpunarstjórninni svonefndu. í þriðja kafla fjallar höfundur
um togarakaup nýsköpunarstjórnarinnar og í hinum fjórða segir frá hag
utgerðarfélaganna árið 1945 og markmiði stjórnvalda, frá stofnlánadeildinni
°g hlutverki hennar í togarakaupunum og Ioks greinir frá aðstoð, sem veitt
var fyrirtækjum og öðrum aðilum á landsbyggðinni er hug höfðu á togara-
kaupum. í fimmta kafla er fjallað um þær deilur sem risu vegna nýsköpunar-
mnar og reynir höfundur þar m.a. að meta, hvor leiðin hafi verið farsælli, sú
sem farin var og fól í sér mikil afskipti og forystu ríkisvaldsins um uppbygg-
mgu togaraflotans, eða hin að láta einkaaðila um endurnýjunina. Kemst
hann að þeirri niðurstöðu að ríkisafskiptin hafi verið farsælli. Síðan segir
orðrétt:
Nýsköpunarstjórnin gerði rétt. Hún hófst þegar handa við uppbygg-
ingu flotans. Þar með tókst eigendum nýju togaranna að ná í skottið
á því hagstæða tímabili, sem styrjöldin hafði lagt grundvöllinn að.
Jákvæð áhrif hennar vöruðu í nokkur ár í viðbót og taprekstur varð
ekki hlutskipti togaraútgerðarinnar fyrr en um 1950. Einnig tókst að
koma í veg fyrir óskipulega eyðslu stríðsgróðans, sem þess í stað var
varið í sæmilega arðbærar fjárfestingar. Ekkert gefur tilefni til að ætla
að einkaframtakinu hefði tekist betur upp. Miklu líklegra er, að dreg-