Saga - 1992, Qupperneq 349
RITFREGNIR
347
Hér hefur nú efni bókarinnar verið rakið í stórum dráttum. Áður kom
fram, að undirritaður er ekki að öllu leyti sammála bókarhöfundi um að tog-
arakaup nýsköpunarstjórnarinnar hafi verið slíkt gæfuspor, sem oft hefur
verið haldið fram. Þar kom einnig fram, að þegar um 1950 var togaraútgerðin
rekin með tapi og varð það hlutskipti hennar nær allan 6. og 7. áratuginn,
þótt víst megi benda á einstakar undantekningar, m.a. er karfaveiðin var
sem mest á Nýfundnalandsmiðum í Iok 6. áratugarins. Efnahagsleg forsenda
þeirra veiða var sú að á þessum árum var verð á mjöli og lýsi einkar hagstætt
og hafa margir, sem fengust við útgerðina á þessum árum, látið þá skoðun í
ljós að mjöl og lýsi hafi í raun borið uppi veiðarnar og karfavinnsluna.
En þá hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna var útgerð þessara nýju,
afkastamiklu og glæsilegu skipa rekin með svo miklu tapi allan þennan tíma?
í köflunum um útgerðina á 6. og 7. áratugnum gerir höfundur grein fyrir því
að verð hafi lækkað, ekki síst á ísfiskmörkuðum, sömuleiðis hafi afli minnk-
að og loks tekur hann undir þær kenningar, sem settar hafa verið fram, að
rekstrarformið, þ.e. þátttaka sveitarfélaga, og þá ekki síður stefna stjórn-
valda í efnahags- og gengismálum hafi valdið mestu. Ekki skal því neitað hér
að stefna stjórnvalda hafi reynst togaraútgerðinni þung í skauti og víst er að
verð á ísfiskmörkuðum lækkaði stórlega enda ekki við öðru að búast. Verðið
var óeðlilega hátt á fyrstu árunum eftir stríð og engar forsendur fyrir því að
það héldist óbreytt er fiskveiðar Evrópuþjóða voru komnar í „eðlilegt horf".
Rekstrarformið hefur vafalaust skipt minnstu máli.
Að minni hyggju eru þó allar þessar skýringar næsta léttvægar í saman-
burði við þá staðreynd, að þegar um miðjan 6. áratuginn tók að bera á mikilli
ofveiði á íslandsmiðum. Fiskstofnarnir voru nánast óeðlilega vel á sig komnir
1 stríðslok og fyrstu árin eftir stríð jókst afli á miðunum í samræmi við aukna
sókn eins og best má sjá af því að árið 1946 var heildarbotnfiskafli hér við
land (allar þjóðir) tæplega 338 þúsund tonn, jókst í liðlega 724 þúsund tonn
árið 1952 og náði hámarki árið 1954, er hann varð rúmlega 881 þúsund tonn.
Eftir það minnkaði heildaraflinn verulega, en var þó að meðaltali vel yfir 700
þúsund tonnum á ári allt fram til 1972. Þrátt fyrir þetta minnkaði afli á sókn-
areiningu sífellt. Undirritaður hefur að vísu ekki haft aðstöðu til að kanna
afla íslenskra togara á sóknareiningu á þessum árum, en afli Breta á hverja
einingu, þ.e. milljón tonntíma, fór stöðugt minnkandi. Árið 1946 veiddu
breskir togarar hér við land 7.540 tonn á hverja milljón tonntíma, 4.084 árið
1952, 3.948 árið 1954, 2.811 árið 1960 og árið 1971, síðasta árið fyrir útfærsl-
Una í 50 sjómílur, var afli þeirra á hverja sóknareiningu aðeins 2.041 tonn,
seiTl var svipað og á síðari hluta 4. áratugarins. Svipaða sögu er að segja af
veiðum Þjóðverja hér við land. Þeir notuðu að vísu aðra mælieiningu en
Etetar, miðuðu við dagsafla hvers skips, en af þýskum fiskiskýrslum má sjá
að dagsaflinn fór stöðugt minnkandi eftir að kom fram yfir miðjan 6. áratug-
'nn. Þróunin var þannig hin sama þrátt fyrir það að Þjóðverjar sóttust mikið
eftir tegundum, sem Bretar veiddu fremur lítið af, t.d. ufsa og karfa.
Þetta bendir eindregið til þess að ástandi fiskistofnanna hafi hrakað; til
Pess að ná í hvert tonn af fiski þurfti að sækja meira, við það jókst kostnað-
Unnn, útgerðin varð dýrari. Engin ástæða er til að ætla að reynsla íslendinga