Saga - 1992, Síða 350
348
RITFREGNIR
í þessu efni hafi verið önnur en keppinautanna og þarna hygg ég að sé að
finna meginskýringu þess, hve illa útgerðin gekk. Aðrir þættir, svo sem
markaðsverð, stjórnvaldsaðgerðir o.s.frv. juku svo enn á erfiðleikana.
Þá er þess enn að geta, að mér þykir höfundur gera helstil lítið úr áhrifun-
um af útfærslu fiskveiðilögsögunnar á togaraútgerðina. Flestir Islendingar
voru - og eru - sammála um að nauðsynlegt hafi verið að færa lögsöguna út
og friða þannig fiskistofnana fyrir rányrkju. Til að sýna að íslendingum væri
alvara, hér væri um friðunaraðgerðir að ræða en ekki mismunum, var
íslenskum togurum vísað út fyrir fjögurra mílna mörkin árið 1952 og 1958 út
fyrir tólf mílna mörkin. Við þetta var hefðbundið veiðisvæði togaranna skert
verulega, 1952 misstu þeir um þriðjung af veiðislóðinni, og hlaut það vita-
skuld að koma hart niður á útgerðinni, en sókn á dýpri mið var vitaskuld
kostnaðarsamari en sóknin á grunnmiðin.
Loks er að geta örfárra minniháttar atriða, sem betur hefðu mátt fara. Er
þar fyrst til að taka, að á bls. 31-35 þar sem fjallað er um tilraunir til togara-
kaupa erlendis á árunum eftir stríð segir að togarar smíðaðir í Bandaríkjun-
um hafi ekki verið taldir henta við íslenskar aðstæður. Pað mun mála sann-
ast að aldrei hafi komið til greina í alvöru að kaupa togara vestan hafs, en af
hverju þóttu bandarísku skipin svo óhentug? Var það vegna byggingarlags,
stærðar, búnaðar, eða hvað?
Þá segir frá því á bls. 36, að íslenskum sendimönnum í Bretlandi hafi verið
skýrt frá því að á árinu 1945 hafi breskir togaraeigendur staðið í samninga-
viðræðum við bresku flotastjórnina um kaup á gömlum togurum, en hún
hafi keypt 120 togara til hernaðarþarfa í stríðsbyrjun og af þeim hafi um 80
verið á fíoti árið 1945. Hér er eitthvað málum blandið og mun þó frekar við
heimildirnar að sakast en höfundinn. Staðreyndin er sú, að breska flota-
stjórnin keypti engin skip af togaraeigendum eða öðrum í stríðsbyrjun. Hún
tók þá togara, sem hún taldi sig þurfa, eignar- og leigunámi, og þeir voru
miklu fleiri en 120. Þannig voru 248 togarar, stórir og smáir, gerðir út frá Hull
árið 1938, og voru þeir nánast allir teknir í þjónustu flotans. Peim, sem enn
voru ofansjávar í stríðslok, var skilað og þá fengu togaraeigendur einnig
tækifæri til að kaupa togara, sem smíðaðir höfðu verið til hernaðarþarfa a
ófriðarárunum. Þeir gætu vel hafa verið 120, og 80 á floti 1945.
Á bls. 68 segir að togarafélagið Valur á fsafirði hafi „að öllum líkindum
sótt um nýsköpunartogara, en hætt við. Valur var stofnaður um útgerð
togarans Hávarðar ísfirðings skömmu fyrir stríð og gerði skipið út undir
nafninu Skutull fram í stríðsbyrjun. Pá var skipið selt Pórði Ólafssyni og Val-
ur hætti starfsemi á ísafirði. Ekki er fullljóst, hvort Pórður keypti nafn félags-
ins um leið og skipið, en víst er að hann rak það aldrei á ísafirði. í Reykjavík
var hann hins vegar einn af forvígismönnum togarafélagsins Asks, sem em-
mitt fékk nýsköpunartogara. Má vel vera að hann hafi sótt um skip í upphafi
í nafni Vals, en ekki á ísafirði.
Loks er þess að geta, að ég kann alltaf illa við þegar talað er um að byggj3
skip eins og gert er í fyrstu köflum þessarar bókar. Samkvæmt minni málvit-
und byggjum við hús og annað það sem fast er, en smíðum skip, báta, bíla
og flugvélar.