Saga - 1992, Page 352
350
RITFREGNIR
samtaka. Samtök geta verið veik á margan hátt. I fyrsta lagi vegna þess að
ágreiningsefnin skyggja á sameiginlega hagsmuni. í öðru Iagi geta samtök
verið veik í þeim skilningi að efnislegar auðlindir vantar. Kenningar um veik
samtök kvenna á vinnustaðnum undirstrika t.d. hagsmuni þeirra með fjöl-
skyldunni. Böndin við fjölskylduna eru miklu sterkari en við vinnufélagana
og vinnustaðinn. Loks má nefna kenningar um að konur séu þeirrar gerðar
að þær forðist árekstra. Og spurningin um lítið sjálfstraust kvenna vaknar og
hve þungt það vegi þegar konur mynda samtök. Norski félagsfræðingurinn
Harriet Holter, sem mest og lengst hefur fengist við að rannsaka kvennasam-
bönd, telur að unnt sé að samræma þessar kenningar og að félagsskapur
kvenna geti og eigi að vera sterkari. Pað er sannarlega forvitnilegt að velta
þessu fyrir sér þegar samtök íslenskra kvenna eru athuguð. Vandamál
íslenskra verkakvenna eru ekki einangrað fyrirbæri heldur er ótrúlega margt
líkt með þeim og verkakonum í öðrum löndum. Auk vinnuveitandans áttu
þær allar við mótstöðu karla að stríða, valdið var alltaf hjá þeim.
Frá upphafi var ljóst, að verkakonur hér á landi áttu undir högg að sækja.
Til marks um það er afstaða Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sem á stofnár-
inu 1906 hafnaði með öllu að stofna sérstaka kvennadeild innan félagsins.
Enginn almennilegur maður mundi fást til að gerast „forsprakki og fram-
kvæmdafrömuður" slíks félags, eins og komist var að orði. Það var því ljóst
frá upphafi að verkamenn ætluðu sér ekki að beita sér fyrir hagsmunamálum
verkakvenna. Hér er freistandi að minna á að i Noregi voru stofnuð 20 verka-
kvennafélög fyrir aldamót og nutu konur í þeim efnum stuðnings verka-
manna. í Bretlandi og Bandaríkjunum varð raunin sú, að verkalýðshreyfing-
in vann gegn kvenréttindahreyfingunni og hélt við hefðbundnum hug-
myndum um konur og fjölskylduna. Pað átti raunar við hvert sem litið er.
Hinn almenni félagsmaður í verkamannafélögum var yfirleitt mótfallinn öll-
um hugmyndum um launajafnrétti. Konur áttu að vera inni á heimilunum
og gæta bús og barna og laun karlmannsins að duga til framfærslu fjölskyld-
unnar. „Family wage" var stefnan. Slík voru ennfremur viðhorf langflestra
kvenna. Þessar hugmyndir urðu lífseigar og ein veigamesta skýringin á
launamisréttinu sem ríkt hefur. Sennilega eru aldrei ofmetnar hindranir,
sem urðu á vegi kvenna þegar þær reyndu að láta að sér kveða og félögin
gengust undir hverja þolraunina af annarri. En þær þorðu - og rödd þeirra
heyrðist.
II
Bókin skiptist í þrjá meginhluta. Fyrsti og lengsti kaflinn, 196 bls., er um
verkakvennafélögin, þá tekur við stuttur kafli, 18 bls., um félög faglærðs
verkafólks, og loks langur kafli, 128 bls., um verkalýðsfélög og verkamanna-
félög, en konur voru félagar í mörgum þeirra. Eftir meginmál koma nokkrar
niðurstöður á íslensku og ensku og nafnaskrá á 19 blaðsíðum er i bókarlok.
Athygli vekur strax í upphafi, að höfundur hefur leitt fram í dagsljósið
verkakvennafélag, sem stofnað var fimm árum áður en Verkakvennafélagið
Framsókn var stofnað, en það hefur fram að þessu verið talið hið fyrsta sinn-
ar tegundar. Frumkvæði að þessu nýfundna fyrsta verkakvennafélagi á ís-