Saga - 1992, Page 353
RITFREGNIR
351
landi áttu um áttatíu konur við síldarsöltun á Akureyri líklega vorið 1909.
Félaginu var gefið nafnið Þörfin. í lögum félagsins er hið sérkennilega
ákvæði, að félagskonum er heitið fé fyrir að kæra félagssystur sínar fyrir brot
á lögunum. Sektarféð skyldi renna hálft í félagssjóð en hálft til uppljóstrar-
manns. Eins og nærri má geta voru meginviðfangsefni félagsins að hækka
kaupgjald og takmarka dagvinnutímann. Hið sama má segja um öll önnur
verkakvennafélög sem stofnuð voru á tímabilinu sem hér um ræðir.
Höfundur fjallar því næst um elsta starfandi verkakvennafélagið Verka-
kvennafélagið Framsókn, sem stofnað var í Reykjavík haustið 1914 af forystu-
konum KRFÍ. Bríet Bjarnhéðinsdóttir formaður KRFÍ sat í stjórn félagsins
fyrstu árin. Þar með hófst samvinna sem haldist hefur milli félaganna og for-
ystukonur verkakvenna hafa látið að sér kveða innan KRFÍ. Slík samvinna
svokallaðra borgaralegra kvenna og verkakvenna er óþekkt með öllu í ná-
grannalöndum okkar. Félagið stóð að kvennaframboði til bæjarstjórnar 1914,
en þá var Jónína Jónatansdóttir formaður félagsins í öðru sæti á kvennalist-
anum. Félagið hafnaði boði um samvinnu 1916 og félagskonur skipuðu sér í
sveit með verkamönnum og studdu framboðslista nýstofnaðs Alþýðuflokks.
Framsókn var eina verkakvennafélagið í Alþýðusambandinu allan fyrsta ára-
fuginn sem það starfaði.
Fyrsta tilraun verkakvenna á Akureyri til samtakamyndunar sem áður er
nefnd varð ekki varanleg og ekki vitað hve lengi félagið var við lýði. Ekki
voru liðnir nema nokkrir mánuðir frá stofnun Framsóknar í Reykjavík, þegar
aftur var hafist handa nyrðra og stofnað Verkakvennafélagið Eining, í febrúar
1915. Athygli vekur, að þar voru það verkamenn sem áttu frumkvæðið.
Endurtók sig nú sama saga og fyrr, að félagið naut stuðnings kvenna sem
störfuðu að skóla- og fræðslumálum undir forystu Halldóru Bjarnadóttur
skólastjóra. Líklega vegna áhrifa hennar gekk Eining skömmu síðar í Kven-
félagasamband Norðurlands, sem í eðli sínu var samband húsmæðrafélaga
°8 því um gerólík samtök að ræða. Aftur rekumst við á þessi nánu tengsl
milli kvenna hér á landi hvar í stétt sem þær stóðu. Eins og nærri má geta var
það félaginu mikill styrkur þegar kennslukonan Elísabet Eiríksdóttir gekk í
félagið 1925 og komst þegar í stað til áhrifa.
Vorið 1917 hófust konur á Vestfjörðum handa og stofnuðu Verkakvennafé-
hg ísafjarðar. Aftur gerist það að formaður er ekki verkakona, heldur gengur
1111 menntuð hjúkrunarkona, Þóra J. Einarsson, fram fyrir skjöldu. Félagið
atti afar erfitt uppdráttar og verkamenn veittu því enga aðstoð enda lognað-
Isf það út af nokkrum árum síðar. Verkakonur á Austfjörðum höfðu sjálfar
frumkvæði að samtökum og 25 konur á Eskifirði réðust í að stofna Verka-
kvennafélagið Framtíð vorið 1918. Dætur tóku við af mæðrum í forystu félags-
Ins- Eskfirskar verkakonur voru fljótari en flestar aðrar að koma með kröfuna
Urn sama kaup fyrir konur og karla, eða strax 1926. Ég get ekki stillt mig um
að geta þess, að þegar 1921 var því ákvæði bætt í lög KRFÍ að konum bæri
s°mu laun og körlum við sömu störf. Rúmum mánuði síðar fara 46 Húsavík-
Urk°nur af stað og stofna Von. Sjö ár líða þar til konur hefjast handa á ný og
nu í Hafnarfirði, þar sem Framtíðin var stofnað í desember 1925. Síðan koma
vót í Vestmannaeyjum í febrúar 1926, að frumkvæði forystumanna verka-