Saga - 1992, Blaðsíða 354
352
RITFREGNIR
mannafélagsins á staðnum, og Ósk á Siglufirði vorið 1926. Enn líða fjögur ár
þar til Aldan á Sauðárkróki var stofnað í janúar 1930. Fyrsti formaður var ljós-
móðir. Og nú gerist það að félögin koma hvert af öðru og allan fjórða áratug
aldarinnar stofna konur um allt land félög á hverju einasta ári og stundum
tvö. Verkakvennafélag Siglufjarðar í janúar 1931, Þvottakvennafélagið Freyja í
Reykjavík í janúar 1932. Helstu hvatamenn þær Jóhanna Egilsdóttir og Þur-
íður Friðriksdóttir. Snót í Vestmannaeyjum var stofnað í nóvember 1932,
ASB Félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkurbúðum í febrúar 1933. For-
göngumenn voru KRFÍ, félagið stofnað á heimili þeirra Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur og Laufeyjar Valdimarsdóttur að Pingholtsstræti 18. Laufey varð for-
maður. Starfsstúlknafélagið Sókn var stofnað sumarið 1934. Sókn var Iíklega
fyrst allra verkalýðsfélaga sem sömdu um fæðingarorlof hér á Iandi. Það er
athyglisvert, að fyrsti formaður félagsins Aðalheiður Hólm hvatti til þess að
haldin yrðu námskeið í tungumálum og fleiru. Höfundur bendir á svipaðar
hugmyndir KRFÍ fremur en stefnu danska vinnukvennafélagsins sem vildi
koma á fót fagskóla fyrir þjónustustúlkur. Hvað sem því líður er hér um
merkar hugmyndir að ræða sem Sóknarkonur unnu fylgi og framgang í
verkalýðssamtökunum þótt síðar væri. Starfsstúlknafélagið Sókn á Akureyri
var stofnað í nóvember 1935, Verkakvennafélag Vestinannaeyja 1936, Báran á
Hofsósi í febrúar 1937, Brynja á Seyðisfirði í mars 1938, Brynja á Siglufirði í
janúar 1939, Elja, félag prjónakvenna, stofnað í Reykjavík í febrúar 1940.
Næst snýr höfundur sér að umfjöllun um barnauppeldi við breytta at-
vinnuhætti. Eins og nærri má geta höfðu þau straumhvörf þegar dagleg störf
fólks fluttust úr fjölskyldunni og yfir á opinbera sviðið miklar áhyggjur í för
með sér og þá einkum fyrir konur. Pað varð þeirra hlutskipti að leysa úr þeim
vanda. Enda kom hvert verkakvennafélagið af öðru upp sumarbúðum og
dagvistun fyrir börn verkakvenna. Framtíðin í Hafnarfirði var í fararbroddi
1933 á þeim vettvangi og Iögðu kennararnir Ragnheiður Jónsdóttir og Puríð-
ur Guðjónsdóttir hönd á plóginn. Eining á Akureyri undir forystu Elísabetar
Eiríksdóttur kennara lagði áherslu á menntunar- og uppeldishlið dagvistun-
ar- og sumardvalarheimila. í Vestmannaeyjum voru verkakonur í farar-
broddi um dagvistun barna. í Reykjavík var það Alþjóðasamhjálp verkalýðs-
ins/ASV sem gekkst fyrir stofnun dagheimilis fyrir börn verkafólks í Grænu-
borg. Sú starfsemi fluttist yfir á hendur Mæðrafélagsins undir forystu Katrín-
ar Pálsdóttur, Pvottakvennafélagsins Freyju og Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar. Nefndist þá Barnaheimilið Vorboðinn og var í mörg ár starfrækt að
Reykholti í Biskupstungum og síðar i Rauðhólum. Höfundur fræðir okkur a
því að það hafi verið Vorboðinn, sem fyrst sótti um styrk úr ríkissjóði til
sumardvalarstarfsemi verkakvennafélaga. Öll þessi starfsemi var hin merk-
asta og raunar snemma á ferðinni og það var ekki fyrr en löngu síðar, eða
1973, að sett voru lög um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistun-
arstofnana.
í kafla um félagsleg viðhorf verkakvennafélaganna kallar höfundur KRH
„móðurskaut íslenskra verkakvennafélaga" (187), enda bera lög flestra
verkakvennafélaga mjög svipmót laga KRFÍ. Lögin hafa að geyma mörg
refsiákvæði, sem öll beinast að félagskonum sjálfum. Pessa refsihneigð telur