Saga - 1992, Blaðsíða 356
354
RITFREGNIR
yrðu mikil brögð að því að stúlkur gæfu kost á sér til náms í eitt ár,
eins og brytt hefur á, þá væri athugandi hvort ekki væri tími til að
athuga málið meðan sóknin væri í byrjun (217).
Þremur árum síðar var saumastúlkum raunar boðið á fund um kjaramál fólks
á saumastofum og í fatagerðum. Sá fundur leiddi til stofnunar félagsins
Skjaldborgar, þar voru bæði klæðskerasveinar og saumastúlkur og stjórnin
var úr báðum hópunum. Nót, félag netabætingafólks í Reykjavík, var stofnað
1938 og gekk í Alþýðusamband íslands sama ár. Voru félagar þá 13 konur og
átta karlar. Félagið hafði á að skipa skeleggri forystukonu, Halldóru Ó. Guð-
mundsdóttur frá Mosvöllum, og Iagt var kapp á að netagerð og netabætingar
yrðu löggilt iðngrein. Það tókst. En hér sannaðist, að starfsmenntun kvenna
er enginn töfralykill að jafnrétti til launa eða frama í starfi, því að eftir breyt-
inguna áttu konur ekki jafn greiðan aðgang að stéttinni.
IV
Síðasti kafli bókarinnar fjallar um verkalýðsfélög og verkamannafélög og
fræðir Þórunn okkur á því að konur voru frá upphafi í félögum af því tagi-
Hún bendir á í upphafi, sem ekki er of oft tíundað, að það er síður en svo
nýlunda að konur fari út að vinna eins og oft hefur verið talið. Konur hafa
nefnilega alltaf unnið. Höfundur fer hringinn í kringum landið og flokkar
félögin eftir landshlutum. Er skemmst frá því að segja, að þrátt fyrir fjölda
kvenna í mörgum félaganna er fáar þeirra að finna í stjórnum eða trúnaðar-
störfum. Fáeinar konur komust til áhrifa í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafn-
arfirði og Iðju í Reykjavík. Á Snæfellsnesi voru konur bara í stjórn Verkalýðs-
félagsins jökuls í Ólafsvík. Á Akranesi var sérstök kvennadeild í verkalýðs-
félaginu sem gaf út skrifað félagsblað Verkakonuna, þar sem birtust sögur,
greinar og ljóð. Kvennadeildin gekk í Samband borgfirskra kvenna og stóð
að húsmæðranámskeiði og tók þátt í menningarstarfi, söng og leiklist og hélt
námskeið í esperanto. Þarna gætir áhrifa Svöfu Þórleifsdóttur, sem lét að ser
kveða hvar sem því varð við komið. Á Vestfjörðum voru konur fjölmennar i
félögunum, en áhrif og virðing með svipuðum hætti og víðast hefur orðið
raunin í sameiginlegum félögum verkafólks. Þær voru hvorki í stjórnum,
trúnaðarstörfum né á þingum Alþýðusambandsins. Undantekningar hér eru
verkalýðsfélögin á Bíldudal og Hólmavík. Nokkuð reyndu konur þó að hafa
sig í frammi, a.m.k. 1912 á Isafirði, þegar þrjár konur gerðu verkfall í niður-
suðuverksmiðju og kröfðust hærri launa. Áhrifa kvenna gætti heldur meir a
Norðurlandi, t.d voru ein og ein kona í stjórn á Skagaströnd, á Þórshöfn, 1
Hrísey og á Akureyri. Svipað var á Austurlandi, konur voru í stjórn á Seý°
isfirði og Fáskrúðsfirði en engin á Norðfirði enda þótt þær væru fjölmennar
í atvinnulífi bæjarins frá því snemma á öldinni. Konur komust ekki ti! áhri a
í Bárufélögunum eða öðrum af sama toga á Suður- og Suðvesturlandi, en
höfundur bendir á, að fyrsti kauptaxti fyrir konur í fiskverkun og skipavinnu
er frá Bjarma á Stokkseyri 1905. Engin kona komst í áhrifastöður verkalýðs
félaga á Suðurnesjum á tímabilinu.
Það er freistandi að draga saman sameiginleg einkenni á lífskjörum