Saga - 1992, Side 363
RITFREGNIR
361
Sigurðsson forseta, en þau hafa verið að birtast á stangli í nær því fjóra ára-
tugi". Hér er mælt af óþarfa hógværð, því að lengi hefur verið Ijóst, að Lúð-
vík Kristjánsson er í hópi þeirra, sem mest og bezt hafa fjallað um þjóð-
skörunginn Jón Sigurðsson, umhverfi hans og samferðamenn. Rit Lúðvíks
um þessi efni eru: Vestlendingar I-IIl (kom út á árunum 1953-60), Á slóðum
]óns Sigurðssonar (1961) og Úr heimsborg í Grjótaþorp, ævisaga Þorláks Ó.
Johnsons I-II (1962-63), en meðal heimilda að henni eru 189 bréf frá Þorláki
til Jóns. Þá liggja eftir Lúðvík ritgerðirnar „Fylkingin vestra umhverfis Jón
Sigurðsson", sem birtist í Ársriti Sögufélags ísfirðinga 1962 og „Hvers vegna
var Jón Sigurðsson ekki á þjóðhátíðinni 1874", en hún var í Skírni 1979. Þessi
upptalning ætti að sýna umfang skrifa Lúðvíks um Jón Sigurðsson.
Þetta síðasta rit Lúðvíks Kristjánssonar fjallar að mestu um árin 1871 og
fram undir 1880 eða megnið af þjóðhátíðaráratugnum, sem Lúðvík svo
nefnir. Hann byrjar þó ritið fyrr eða á greinargóðu yfirliti um áratugina tvo
frá 1851-71, frá Þjóðfundi til Stöðulaga. Niðurstaða Lúðvíks í þessu yfirliti er
sú, að undir lok tímabilsins hafi gætt verulegs óþols hjá mörgum manni yfir
slælegum árangri í þjóðfrelsisbaráttunni. Það hafi verið skýringin á því, að
menntamenn og nokkrir íslenzkir kaupmenn í Kaupmannahöfn tóku sig
saman um að stofna félag í þeim tilgangi að herða sóknina gegn Dönum og
þá einkum með því sem nú mundi nefnt kynningarátak eða sókn í fjölmiðl-
um. Þeir vildu kynna málstað íslendinga erlendis og hefja sókn í blaðaútgáfu
heima á Fróni.
Þetta baráttufélag íslendinga í Kaupmannahöfn var nefnt Atgeirinn og
félagarnir Geirungar. Það var stofnað 1872, sem deild í Þjóðvinafélaginu.
Lúðvík telur upp tæplega 50 menn, sem talizt hafi Geirungar, en félagatal er
ekki til og er hér því um að ræða menn, sem einhvern tíma á ferli félagsins
1872-78 komu þar við sögu. Fundir í Atgeirnum voru haldnir hálfsmánaðar-
eða mánaðarlega, ýmist á Garði eða á vertshúsum Hafnar. Og umræðuefnin
voru auðvitað íslenzk stjórnmál, einkum fjárhagsmálið og afstaða til stjórn-
arskrárinnar, og í þeim voru Geirungar algerlega á bandi Jóns Sigurðssonar.
Fundastörf og umræður í Atgeirnum á þessu sex ára tímabili, sem félagið
starfaði í Kaupmannahöfn, geta varla talizt marka djúp spor, en það eru áhrif
félagsmanna út á við, sem skipta máli. Markmiðið var kynnt með þessari
klausu í Iögum Atgeirsins: „að halda uppi vörn fyrir landi voru og réttindum
þess bæði í ræðu og riti, einkum í blöðum og öðrum tímaritum, bæði heima
á íslandi og sérílagi erlendis". Um þetta fjallar Lúðvík Kristjánsson í tveimur
löngum köflum, sem nefnast „Ritgerðir Geirunga" og „Geirungar stefna að
blaðaútgáfu". Seinni kaflinn er að mínum dómi merkasti kafli bókarinnar og
varpar nýju Ijósi á blaðaútgáfu á íslandi á þeim tíma þegar þætti Jóns Guð-
mundssonar í henni er að ljúka. Það er reyndar augljóst, að Geirungar voru
miklir andstæðingar Jóns og töldu Þjóðólf hans vera hið versta blað. Hér eru
Geirungar auðvitað að endurspegla viðhorf Jóns Sigurðssonar, en hann fór
að agnúast út í Þjóðólf fljótlega eftir að slettist upp á vinskapinn með þeim
Jónunum út af fjárhagsmálinu 1865.
Arið 1866 segir Jón Sigurðsson í bréfi til Eiríks Magnússonar: „Okkar
'.journalistik" er í lakara lagi og getur varla orðið góð, meðan þessir blaða-