Saga - 1992, Side 364
362
RITFREGNIR
nurlarar standa fyrir henni, sem lítið vita og enga hugsun hafa". Og árið eftir
skrifar hann, að Þjóðólfur sé orðinn ónýtur og hafi misst traust manna. Og
skáldið og Geirungurinn Steingrímur Thorsteinsson gerist orðljótur: „Líti
maður inn um sálarglugga Jóns Guðmundssonar, þá sér maður ekki annað
en merarassa, leigusmjörbelgi, hornhagldir o.s.frv."
Fyrstu tilraunir Geirunga til þess að stofna blöð til höfuðs Þjóðólfi tókust
ekki vel, en í desember 1873 voru samþykktar reglur fyrir svonefnt Þjóð-
blaðsfélag. Að þessu stóðu sjö menn og voru fimm þeirra úr hópi Geirunga.
Þessir menn sendu frá sér boðsbréf, þar sem hvatt var til þess að lagt yrði
fram fé til þess að koma út þjóðblaði, sem nefna átti ísafold. Þaö var þó ekki
fyrr en eftir heimkomu Björns Jónssonar, fyrsta forseta Atgeirsins, sem skrið-
ur komst á það verk, að koma ísafold út. Björn kom heim próflaus sumarið
1874 og hann gerðist ritstjóri ísafoldar, en með samskotafé Þjóðblaðsfélagsins
og stuðningi úr ýmsum áttum tókst að koma fyrsta tölublaði hennar út 19.
september þetta ár. Þar með höfðu Geirungar fengið blað, sem þeir töldu sig
geta treyst. Þetta sést á orðum Steingríms Thorsteinssonar í bréfi til Björns
M. Olsens: „Nú er ísafold komin á flot og er það mikill ávinningur að hafa
fengið blað, sem hefur vissa, ótvíræða stefnu, því það hefur verið ein hin
mesta ógæfa fyrir okkur að hafa jafnmeiningarlaus orgön og Þjóðólf gamla
og Norðanfara". Hér leynir sér ekki fögnuður Geirungsins Steingríms yfir
nýja blaðinu, en það kom reyndar of seint til þess að kveða niður Þ;óðó//Jóns
Guðmundssonar. Hann hafði selt blaðið fyrr á árinu Matthíasi Jochumssyni.
Tíminn átti hins vegar eftir að leiða í ljós, að ísafold varð mjög víðlesið blað og
keppti við Þjóðólf næstu áratugina. Frásögn Lúðvíks Kristjánssonar af upp-
hafi ísafoldar er mikilvægt innlegg í blaðasögu Islendinga.
Geirungar áttu þátt í að stofna annað blað, sem var Norðlingur og kom út a
árunum 1875-87 og var ritstjórinn Skafti Jósepsson. Þeir höfðu einnig sam-
tök um að skrifa greinar um íslenzk málefni í innlend og erlend blöð og þa
oftast undir dulnefnum.
Hér hefur verið gerð grein fyrir umfjöllunarefnum Lúðvíks Kristjánssonar
í nýjasta riti hans: Jón Sigurðsson og Geirungar. Öllu er hér vel til skila haldið
og fræðilega um fjallað svo sem vænta mátti af svo traustum fræðimanni sem
Lúðvík er. Fjölmargar tilvitnanir í bréf eru prentaðar með smærra letri inni i
aðaltexta og rjúfa þannig frásögnina. Slíkt er ávallt til nokkurs baga, en er þó
oftast réttlætanlegt. Síður kann ég við það, þegar tilvitnanir í blaðagreinar
eru prentaðar með venjulegu letri og skera sig þannig ekki úr texta höfundar.
Dæmi um þetta eru skrif Geirmunda tveggja (dulnefni Gests Pálssonar) i
Norðlingi 1876, en hér er á rúmlega fjórum síðum (192-96) nær allur texti tek-
inn orðréttur upp. Prentvillur sá ég nálega engar.
Óneitanlega hlýtur bókin um Geirungana að vekja ýmsar spurningar varð-
andi mat manna á starfi Jóns Sigurðssonar. Vildi hann aðeins hafa jámenn i
kringum sig? Var hann andsnúinn Iýðræðislegri gagnrýni í blöðum? Þarf að
endurmeta starf Jóns Sigurðssonar eftir 1865 og draga betur fram, hversu
barátta hans gegn fjárhagsaðskilnaði á ástandsgrundvelli kann að hafa spil'*
fyrir framförum á Islandi, t.d. í samgöngumálum?
Heimir Þorleifsson