Saga - 1992, Page 365
RITFREGNIR
363
Guðjón Friðriksson: MEÐ SVERÐIÐ í ANNARRI HENDI
OG PLÓGINN í HINNI. SAGA JÓNASAR JÓNSSONAR
FRÁ HRIFLU I. Iðunn. Reykjavík 1991. 318 bls. Myndir,
skrár um heimildir og mannanöfn.
Guðjón Friðriksson Iét skammt stórra höggva á milli á liðnum vetri. Um
sama leyti og verðlaunabók hans, Bærinn vaknar, kom einnig út upphafsbindi
ritverks um Jónas frá Hriflu sem vakti verulega og verðskuldaða athygli.
Þegar þetta er ritað mun vera í prentun annað bindi frá Guðjóns hendi um
sögu Reykjavíkur, og sjálfur er hann að búa til prentunar framhald af sögu
Jónasar.
I þessu bindi kemur raunar ekkert fram um væntanlegt framhald nema
bindistalan „I" á titilsíðu. En Jónasi er hér fylgt eftir til 28. ágúst 1927, þegar
hann tók við ráðherraembætti 42 ára gamall. Þar er að hefjast efnismesti þátt-
urinn í sögu Jónasar; ef efnistök héldust svipuð myndi næsta bindi ekki ná
nema eitthvað fram á 4. áratuginn og ekki veita af því þriðja til að leiða sögu
Jónasar til lykta. Á verk Guðjóns verður því ekki lagt nema bráðabirgðamat
á þessu stigi, en óhætt er að segja að upphafsbindið er bæði markvert í sjálfu
sér og lofar góðu um verkið í heild.
Við kvörtum oft, og með réttu, um skort traustra rannsókna á íslenskri
nútímasögu. Starf og saga Jónasar frá Hriflu hefur ekki verið verr rannsakað
en margt annað; um hann hefur býsna mikið verið skrifað, þótt það sé dreift
°8 sundurleitt, og nokkur mjög frambærileg rit (t.d. Jónasar Kristjáns-
sonar, Jóns Helgasonar og Þórarins Þórarinssonar) gefa til samans nokkuð
glögga yfirsýn yfir störf hans og stefnu. En rækileg og samfelld ævisaga Jón-
asar hefur ekki verið til fyrr, og hún er sannarlega tímabært verk.
Höfundur slíks verks þarf mörgum herrum að þjóna, og sýnist mér Guð-
l°n hitta mætavel á mundangshófið milli ólíkra krafna.
í verki Guðjóns felst heilmikil rannsókn. Hann hefur yfirsýn yfir það
helsta sem um efnið hefur verið ritað; hann kannar málflutning Jónasar (og
andstæðinga hans) í ræðu og riti; og hann sækir mikinn fróðleik í einkabréf
°g önnur óbirt skjöl. Mestum tíðindum sætir bréfasafn Þórólfs Sigurðssonar
1 Baldursheimi, eins nánasta samstarfsmanns Jónasar um skeið, en það hafa
fræðimenn ekki gengið í fyrr. Guðjón vitnar í yfir 90 sendibréf Jónasar til tíu
v'ðtakenda (einkum þingeyskra) og um 40 einkabréf önnur. Fram yfir 1920
styðst frásögn hans að mikilvægum hluta við sendibréfin, en síðan taka
Pfentaðar heimildir við að mestu.
En Guðjón kann líka vel að forðast að íþyngja riti sínu með meiri rann-
sóknum en þar geta með góðu móti rúmast. Ævisaga manns eins og Jónasar
Parf að vera læsileg og aðgengileg, og hún má ekki vera endalaus á lengd.
^uðjóni tjáir því ekki að leita nýrra upplýsinga um alla þætti sögunnar eða
reyna að tæma það efni sem fyrri höfundar hafa leitt fram. Hann verður að
draga
saman, stikla á stóru; víkja frá túlkun annarra án þess að rökræða það
Ut 1 hörgul sem á milli ber; nota upplýsingar nýrra heimilda þar sem við á, en