Saga - 1992, Blaðsíða 366
364
RITFREGNIR
ekki stöðva frásögnina of oft til að kanna álitamál til þrautar. Hann er að
semja verk sem má ekki bragðast eins og doktorsrit, enda gerir það það ekki.
Það hefur ótvírætt fræðilegt gildi, bæði sem yfirlit og sem rannsókn, en við
hlið þess er, eins og vera ber, yfrið rúm fyrir smásmugulegri rannsóknir á
einstökum efnum.* 1
Túlkun Guðjóns á Jónasi rúmar bæði ljós og skugga og er e.t.v. nokkru
neikvæðari en hjá þeim sem mest hafa ritað um hann áður. Enda hafa skrif
um hann, eins og aðra leiðtoga, oft borið svip af persónulegri eða pólitískri
ræktarsemi. (Svipað á oft við um ritun byggðasögu og sögu samtaka, stofn-
ana og fyrirtækja; allt vill þetta mótast af málstað söguhetjunnar, rétt eins og
persónusagan.) Guðjón skrifar hins vegar ekki út frá neinum skyldum við
minningu Jónasar, heldur leitar hins minnisstæða í sögu hans, bæði til ills og
góðs. Lesandinn fær nóg tækifæri til að dást að Jónasi, mannkostum hans og
hæfileikum. En Guðjón dregur líka fram bresti hans: ráðríki og vægðarleysi
í deilum. Nokkrir kaflar eru beinlínis helgaðir ritdeilum Jónasar og áróðurs-
tækni. Skoðunum hans og hugsunarhætti eru gerð skil, einkum með tilvitn-
unum í bréf hans og opinber skrif. Heildaráhrifin verða þau - sem ég held að
sé alveg rétt - að Jónas sé hinn mikli vandlætari: gáfaður hugsjónamaður sem
hneykslast á öllu sem stendur í vegi hugsjóna hans, gerir strangar kröfur til
sjálfs sín og á háskalega hægt með að fyrirlíta þá sem ekki standast viðlíka
kröfur.
Guðjón er Reykvíkingur og er víst af fyrstu kynslóð kaupstaðarbúa sem
hefur komist upp með að líta á þéttbýlið sem eðlilegt mannlífsform, fremur
en víxlspor frá hinu náttúrulega sveitalífi. Svo skrifar hann þetta verk eftir að
öll hlutföll hafa á skömmum tíma raskast í viðhorfum til landbúnaðarins (til-
finningahlið byggðastefnunnar t.d. færst að mestu yfir á fiskiþorp). Það er
því ekki að undra að Guðjóni verði starsýnna en eldri höfundum á viðhorf
Jónasar til sveitanna og landbúnaðarins. Það er réttmætt; fyrir nýja lesendur
þarf að skrifa um þessa hluti á nýjan hátt. En ég veit ekki nema Guðjón gen
lesendur hins nýja tíma óþarflega hissa á byggðastefnu Jónasar. T.d. a
tengslum hennar við „mannkynbótastefnuna" sem óttaðist „úrkynjun
borgarlífsins. Þarna hafa menn á lofti heldur ógeðfelld slagorð sem voru þo
nákomin tíðarandanum. Eiginlegur boðskapur Jónasar í þessu efni er tvi-
þættur: uppeldi æskulýðsins skipti meira máli en flest annað; og uppeldis-
skilyrði séu hollari í sveit en bæ. Ég held hann hafi raunar haft laukrétt fynr
sér um þetta á sínum tíma, þó að úrræði hans - að halda þjóðinni að seni
mestu leyti í sveitum - hafi reynst hastarlega óraunhæft. Um það var þó a
1 Dæmi, sem mér er að vísu skylt: Um meginefni í 11. kafla skrifaði ég grein í And-
vara 1987 („Jónas frá Hriflu og upphaf Framsóknarflokksins") sem geymir miklu
veigaminni rannsókn en kafli Guðjóns, en er þó að furðumiklu leyti byggð á öðrum
heimildum en hann notar, bæði prentuðum og einkabréfum. Hann þekkir ekki
greinina, en þó svo væri hefði hann e.t.v. aðeins haft not fyrir smáatriði úr henni-
I bókinni væri a.m.k. hvorki staður né stund til að rökræða við mig það sem á núj*1
bæri um túlkun þegar Guðjón hefði athugað sínar heimildir í viðbót við mínar. SHk
rökræða myndi falla undir hinar smásmugulegri rannsóknir.