Saga - 1992, Page 367
RITFREGNIR
365
sínum tíma minni ágreiningur en sennilegt virðist, úr þeim sporum séð sem
nú stöndum við í. Guðjón styðst í þessum efnum við túlkun Ólafs heitins
Asgeirssonar (í Iðnbyltingu hugarfarsins) á „iðjustefnu" andspænis „varð-
veislustefnu" sem m.a. birtist í „smábýlastefnu" Jónasar frá Hriflu. Þetta eru
frjóar og tímabærar hugmyndir í íslenskri sagnfræði, en þær mega ekki
blinda okkur á raunverulegt gildi framfara í fjölskyldubúskap fyrir efnahags-
lega og félagslega þróun íslands. Jónas frá Hriflu var ekkert nátttröll í land-
búnaðarmálum. Guðjón fer varla rangt með neitt í þessum efnum, en ég veit
ekki nema hann bjóði heim vissum misskilningi hjá lesendum sem er efnið
framandi.
Stjórnmálasaga er í brennidepli eftir að Jónas hefur störf á þeim vettvangi.
En öðrum sviðum eru þó gerð skil eftir því sem tilefni gefast. Jónas var t.d.
starfsmaður Sambandsins á því skeiði sem meirihluti bókarinnar fjallar um,
°g sýnir Guðjón þar góð tök á samvinnusögu, bæði stuttum skýringum þar
sem á þarf að halda og rækilegri lýsingum þar sem heimildir leggja honum
nýtt efni í hendur.
Rækilegar heimildavísanir eru að bókarlokum, svo og heimildaskrá. Er vel
°g skipulega gengið frá hvoru tveggja, og með tilvitnanir virðist farið af við-
unandi nákvæmni.2 Nafnaskrá fylgir (aðeins mannanöfn), en myndaskrá
ekki.
Myndir eru á tveimur glanspappírsörkum óskiptum, aðallega gamalkunn-
ar andlitsmyndir stækkaðar upp í heilsíðu. Nokkrar myndanna hafa þó gildi
fyrir efni bókarinnar, einkum myndir þær af Jónasi sem Guðjón styðst við í
upphafsorðum bókarinnar (þar sem hann lýsir Jónasi á leið á fund 1909) og
lokaorðum (þar sem Jónas stendur á tröppum Stjómarráðsins 1927, nýorð-
lnn ráðherra). f þessum tveimur senum leyfir hann sér að skálda lítillega í
eyðurnar til að ramma inn með markvissum og táknrænum svipmyndum átj-
án ára feril Jónasar.
Þetta snjalla litla stílbragð er til marks um prýðilega formgáfu Guðjóns
sem öll gerð bókarinnar nýtur góðs af. Henni er skipt í u.þ.b. tíu síðna kafla
sem hver um sig er hæfilega sjálfstæður og vel upp byggður; það er erfitt að
feggja bókina frá sér nema á kaflaskilum. í stað þess að fara jafnhratt yfir allt
eru sumir kaflarnir helgaðir rækilegri lýsingu einstakra atburða eða atriða
sem verða að minnisstæðum stiklum í frásögninni. Þannig er fyrsti kafli
Eelgaður ádeilu Jónasar á útgáfu afþreyingarbóka veturinn 1909-10; lesand-
•un kynnist Jónasi við upphaf leiðtogaferils hans og fær strax hugmynd um
Sum sterkustu einkenni skoðana hans og vinnubragða. Ætt Jónasar og upp-
vöxtur kemur á eftir þegar búið er að gera hann áhugaverðan með þessari
svipmynd af honum fullorðnum. Úr hinu ríkulega heimildaefni er valið og
^ Ég fann þess örfá dæmi að láðst hefði að visa til heimildar. Allar tilvísanir, sem ég
aðgaetti, voru réttar og nákvæmar. í úrtaki af orðréttum tilvitnunum fann ég hvergi
verulega skekkju, en fyrir koma strjál dæmi á borð við þau að „á borðum", „hafa
viljað hafa" og „hið visna tréð" breytist í „á boðstólum", „sem viljað hafa" og „visna
tréð". Þetta er eðlileg ónákvæmni í uppskrift sem ekki verður losnað við nema með
sérstökum samanburði í próförk.