Saga - 1992, Page 368
366
RITFREGNIR
hafnað eftir þörfum frásagnarinnar, þannig að hún verður hvergi óþægilega
hlaðin eða flókin, hvergi heldur efnisrýr eða bláþráðótt. Svo er texti Guðjóns
liðlega skrifaður og á fallegu máli. Hann tekur mikið upp orðrétt, einkum þar
sem frásögnin snýst beinlínis um ritdeilur Jónasar, og er vel á því haldið
(minnir á efnistök Jóns Helgasonar í Stóru bonibunni). Einnig er mikið vitnað
í einkabréf, bæði Jónasar og annarra, en aldrei svo að heimildir taki völdin af
höfundi.
Niðurstaða: tímabær bók um mikilvægt efni, sem sniðinn er stakkur mjög
við hæfi; e.t.v. nokkuð hratt unnin, en af kunnáttu og íþrótt ágæts höfundar.
Helgi Skúli Kjartansson
Friðrik G. Olgeirsson: HUNDRAÐ ÁR í HORNINU. Saga
Ólafsfjarðar 1.-3. bindi. 1984, 1988 og 1991. 334, 404 og
378 bls. Útgefandi Ólafsfjarðarbær. Myndaskrár, tilvísan-
ir, heimildaskrár og nafnaskrá.
Umsögn sú er hér fer á eftir er að mestu byggð á erindi sem undirritaður flutti
á bókafundi Sagnfræðingafélags íslands á sl. vetri.
Hin síðari ár hefur verið mikil gróska í ritun byggðarsögu. Að minnsta
kosti fjórtán bæjarfélög hafa gefið út 32 bækur um eigin sögu á síðastliðnum
áratug og fjölmörg verk eru í vinnslu. Ein af ítarlegri sögum af þessum meiði
er saga Ólafsfjarðar. í árslok 1991 kom út þriðja bindi sögu Ólafsfjarðar,
Hundrað ár í Horninu, eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Þetta er loka-
bindi ritsins og fjallar um tímabilið 1945-84. Fyrsta bindið kom út árið 1984
og annað bindi 1988. Samtals er verkið 1.116 blaðsíður með myndum og
skrám.
Fyrsta bókin hefst á Iýsingu á staðháttum og Iandlýsingu, sagt er frá fisk-
veiðum og fiskvinnslu sem aðdraganda að þéttbýlismyndun, frásögn er af
frumbýlingum og skipulagi þéttbýlis á árunum 1883-1944.
í formála að öðru bindi, sem fjallar um tímabilið frá landnámi til 1944, segir
Friðrik að ekki hafi verið ákveðið með áframhaldið þegar samþykkt var að
gefa út fyrsta bindi verksins. Verkið ber þess nokkur merki að hafa ekki verið
skipulagt frá upphafi sem þrjú bindi. Stór hluti af öðru bindi fjallar um þróun
landbúnaðar frá upphafi byggðar, áður en kemur til þéttbýlismyndunar i
Horninu, sem fjallað er um í 1. bindi. Samkvæmt tímaröð átti því hluti af
öðru bindi heima í fyrsta bindi verksins. Af þessum sökum er óneitanlega
svolítið um endurtekningar. I öðru bindi er auk þess farið ítarlega í orsakir
þéttbýlismyndunar í Horninu, hugað að stéttum og framfærslu íbúa, staða
kirkju og klerka í sveitinni skoðuð frá upphafi, og er það um helmingur
bókarinnar. í síðari hluta hennar er fjallað um heilsugæslu, menningu,
íþróttir og útilíf, iðnað og iðnaðarmenn, verkalýðsmál og loks Sparisjoo