Saga - 1992, Page 369
RITFREGNIR
367
Ólafsfjarðar. Þar er aðallega fjallað um sögu fólks í þéttbýlinu en víða með
skírskotun aftur í tímann. Kaflaskipti í bókunum eru ágæt, en það er aðal-
lega tímaröðin sem riðlast milli binda.
Þriðja bindið fjallar um tímabilið 1945-84. Þar er fjallað um byggðarþróun,
atvinnulífið, hafnargerð, menningarmál, samgöngur, íþróttir, heilsugæslu
°g bæjarstjórn. I níunda og síðasta kafla þriðja bindis eru dregnar saman
niðurstöður allra bindanna þriggja sem fjalla, eins og titillinn gefur til kynna,
fyrst og fremst um sögu Ólafsfjarðarbæjar frá því að byggð hófst þar fyrir
rúmum hundrað árum, þótt víða sé einnig fjallað um fyrri aldir. Þessi kafli er
skemmtilega og hnyttilega skrifaður og með honum fæst gott yfirlit yfir sögu
staðarins, sem á svo margt sameiginlegt með sögu annarra útgerðarstaða á
Islandi. Þeim sem hyggjast Iesa ritið í heild er bent á að hefja lesturinn á
þessum kafla.
Þótt höfundur miði niðurlag ritstarfa sinna við árið 1984, þegar 100 ár voru
frá upphafi búsetu í Horninu, þá er fjallað um tvo þætti sem gerast eftir þann
f'ma, náttúruhamfarir 1988 og Múlagöngin sem opnuð voru formlega á árinu
1991. Það þarf að leita aftur til 18. aldar í sögu Ólafsfjarðar til að finna dæmi
um sambærileg skriðuföll og féllu á bæinn síðsumars 1988. (Þegar um-
fjöllunin berst að skriðuföllum koma hin fjölmörgu mannskæðu snjóflóð
UPP í hugann. Er ekki tímabært að taka sögu þeirra saman?) Bókaraukinn á
fett á sér, en þegar fjallað er um atburði sem eru svo nærri okkur í tíma minn-
'r það helst á fréttaauka.
Norski sagnfræðingurinn Jörn Sandnes hefur skipt byggðarsögu í fimm
flokka eftir efnistökum og umfjöllun (sjá Landnám Ingólfs 2. Nýtt safn til sögu
þess, 1985, bls. 157 og 161). Flokkunin byggir á landfræðilegum og söguleg-
um grunni og fer frá hinu einstaka til hins almenna:
1) Saga bújarða og ábúendatöl (ættfræði).
2) Saga byggðarlaga.
3) Saga héraða og landshluta.
4) Saga þéttbýlis.
5) Hluti af sögu þjóðar.
Bækur Friðriks, Hundrað ár í Horninu, ná til allra þessara flokka, í mismiklum
ru®li þó. Verða ritin nú athuguð með tilliti til þessara flokka.
Saga bújarða og ábúendatöl (ættfræði)
Baga Ólafsfjarðar er að hluta saga bújarða með æviágripi ábúenda. í umfjöll-
un sinni um landbúnað í Ólafsfirði telur Friðrik upp jarðirnar, eina af ann-
arri, og lýsir landkostum eftir jarðabókum og fasteignamati. Minnst er á
Nreppuiánasjóíy en það skjalasafn er í vörslu Búnaðarbanka íslands og mun
yera ónotað þrátt fyrir að þar séu miklar heimildir um stöðu landbúnaðar á
siandi á fjórða áratugnum. Þá eru taldir upp ábúendur og raktar ættir þeirra;
P° e^ki eins skipulega og gert er í niðjatölum og ættfræðibókum en heimild-
jrnar eru manntöl og íslenskar æviskrár eftir Pál Eggert Ólason. Þessi þáttur
°kar Friðriks höfðar Iíklega hvað minnst til sagnfræðinga en líklega þeim
mun meira til heimamanna. Fyrir minn smekk var þarna allt of mikið af