Saga - 1992, Page 372
370
RITFREGNIR
Hluti afsögu pjóðar
Friðrik fjallar um alla þá málaflokka sem tilheyra einu sveitarfélagi, án þess
að lýsa sögu hvers fyrirtækis eða hverrar stofnunar. Á þann hátt verður saga
Ólafsfjarðar eins og vasaútgáfa af þjóðarsögu.
í öllum bindunum eru frásagnir af viðureign hreppsnefndar og bæjar-
stjórnar við sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu, ráðuneyti og ríkisvald í Reykjavík.
Á nokkrum stöðum er vikið að því að Ólafsfjörður hafi greitt meira í sýslu-
sjóð og í ríkissjóð en hann fékk aftur í lánum og styrkjum. Þama fetar byggð-
arsagan inn á svið þjóðarsögunnar og hefði verið mjög fróðlegt ef höfundur
hefði gefið sér meiri tíma til að kanna þau tengsl og reiknað dæmið í botn.
Slíkt hefði sjálfsagt hjálpað til að hrekja þá fordóma að rétt væri að leggja nið-
ur sem mest af afskekktum þorpum og bæjum um allt land, eða staðfest að
það væri hið eina rétta.
Fjölmargir Islandsmeistarar í skíðaíþróttum hafa um árabil komið fra
Ólafsfirði og hafa margir þeirra keppt fyrir íslands hönd á erlendri grund.
Þannig hafa Ólafsfirðingar lagt sinn skerf til Islandssögunnar. Af lestri bók-
anna kemur í ljós að Ólafsfjörður er hin mesta snjóakista og því gott að iðka
skíðaíþróttir. Mikið er um upptalningar í kaflanum. Fróðlegra hefði verið að
gera betri grein fyrir skíðaíþróttinni sem almenningsíþrótt í Ólafsfirði og
árangri bestu manna.
Niðurlag
Samtals 506 myndir prýða bækurnar og lætur nærri að á annarri hverri blað-
síðu sé ljósmynd eða Iínurit. Aftast í hverri bók er myndaskrá. Þar er að
finna upplýsingar um eigendur mynda, ljósmyndara og heimildir ef þær eru
þekktar. Petta er mjög til fyrirmyndar. Margar myndanna hafa mikið heim-
ildargildi og skýra margt fyrir aðkomumanni. Myndatextar hefðu þó mátt
vera rækilegri. Fleiri litmyndir hefðu mátt vera, sérstaklega í fyrstu bókinni,
og færri rastaðar myndir úr dagblöðum, en þær prentast illa. Mér finnst
óþarfi að birta sömu myndina af sama manninum í tveimur bindum þessa
ritverks (af Ásgrími Guðmundssyni I, 149, og II, 158). Línuritin, sem jafnan
eru auðskilin, hefði ég kosið að hafa með sama útliti, en í þriðja bindi eru
margar gerðir af línuritum. Þá hefði mátt laga línurit 7 á blaðsíðu 124 í þriðja
bindi. Bókin er prentuð á góðan pappír og ljósmyndir skila sér mjög vel. P°
er ekki sams konar pappír í öllum bókunum. Fallegra hefði verið að hafa text-
ann í tvídálk, með því hefði sparast pláss því stundum er mikið loft í knng
um Iitlar Ijósmyndir efst á blaðsíðum.
Kort eru ómissandi í byggðarsöguritum. í fyrsta bindi eru kort sem sýna
hvert hús í Ólafsfirði með fimm til tíu ára millibili, frá 1901-30. Sums staðar
vantar mælikvarða á kortin (I, 66, 135, 137). Fróðlegt hefði verið að hafa kor|
af jörðum sem fjallað er um í öðru bindi og stærð þeirra. Með því hefði ma
fá gott yfirlit yfir þróun hjáleigubyggðar. Margoft er vikið að því að ein bestu
fiskimið fyrir Norðurlandi liggi skammt frá Ólafsfirði eða utarlega í Eyjarir
Til bóta hefði verið að merkja þessi fiskimið inn á kort með nöfnum þeirra og
tegundum útgerðar og lýsingu á örnefnum í landi sem notuð eru sem sig
ingamerki. Þetta er aðeins reynt á bls. 97 í þriðja bindi en hefði mátt vera