Saga - 1992, Side 376
374
RITFREGNIR
þetta þá sambærilegt við það að gefa ætluðum grafstöðum landnámsmanna
og annarra fornmanna í hólum og annars staðar nöfn þeirra ótengd, t.d.
Mörður og Valgarður (sbr. Skírnir 156 (1978), bls. 140, 157-8).
Um upptök hellagerðar er það helst að ekkert er því til fyrirstöðu að hún
hafi hafist á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Elsta heimildin er um helli í Odda
1199 sem í voru höfð naut (33-4, 214-16). Má telja líklegt að títt hafi verið á
12. öld á Suðurlandi að hafa hella fyrir skepnur (35-7, sbr. td. 99, 109, 191,
201, 205, 214-15).
1 hellunum er mikið um áletranir og ristur alls kyns og hafa menn velt
vöngum yfir hvort sumt af því kunni að vera gamalt. Þetta eru ma. búmörk,
rúnir og jafnvel grískt letur en margt er órætt (27-9). Áletranir virðast stund-
um ótraustar til aldursákvörðunar, samanber, „í hellinum í Árbæ er ártalið
1611 en sá hellir er gerður 1941" (27, sbr. 191)! Kunnustu risturnar eru líklega
krossaþrenningin í Heyhellinum í Efri-Gegnishólum (87) og önnur sambæri-
leg krossaþrenning í Árbæjarhelli (191, 196). Þá eru skrýtnir og forvitnilegir
mjög margir krossar af ýmsum gerðum í Seljalandshellum (246-7) en vel
gerðir krossar eru annars víða (sbr. td. 104, 120, 151, 183, 285). Krossarnir og
ýmsar áletranir í hellunum hafa orðið mönnum tilefni til hugleiðinga um að
þeir hafi verið notaðir fyrir trúariðkanir og Brynjúlfur frá Minnanúpi taldi lík-
legt að papar hefðu hafst við í þeim, svo sem fyrr gat. Einar Benediktsson
gekk lengra og taldi að hellarnir og ýmsar ristur í þeim væru vitni um rót-
gróna írska byggð fyrir komu norrænna manna. Matthías Þórðarson reyndi
að kveða þessar hugmyndir niður en höfundarnir finna nokkuð að því að
hann hafi verið fullákafur að hrinda ályktunum Brynjúlfs og Einars Bene-
diktssonar. Hann hafi td. talið náttúruverk þar sem Brynjúlfur taldi vera
dýrlingsmynd og þau sjálf sjá ekki betur en sé mannaverk (221-2). Hann
vanmat krot sem Einar ofmat (141) og auk þess hafi hann almennt talið að
veggristur í hellunum væru mest frá 17. og 18. öld án þess þó að færa alltaf
rök fyrir máli sínu (17, 195). En höfundarnir eru í aðalatriðum sammála hon-
um um að ekkert bendi til veru papa í hinum manngerðu hellum (41-2).
Ég er sammála höfundunum um þetta en hins vegar ekki sannfærður um
að þau hafi rétt fyrir sér um það að papahugmyndir hafi ekki kviknað fyrr en
Brynjúlfur frá Minnanúpi skrifaði um hellana 1902 og Einar Benediktsson
1905 (42). Er einkum að benda á að 1904 skoðaði Brynjúlfur Efrahvolshella
fyrir neðan fraheiði og ofan við írahvamm. Hvamminum tengdust sagnir um
íra og hafði Brynjúlfur þær eftir bónda sem hann taldi merkan heimildar-
mann (39, 225-6). Þetta hafa því varla verið glænýjar sagnir, ef svo ms*|'
segja. Hitt er annað mál að papahugmyndir tóku að magnast eftir að skn
þeirra Einars og Brynjúlfs birtust.
Því má skjóta inn að höfundarnir telja að hellar á Ægissíðu hafi ven
grafnir „meðan enn voru gefin gelísk nöfn á íslandi". Er Ægissíða talið vera
„aes síde" á gelísku og eiga rætur að rekja til samnefndrar „guðaþjóðar" sem
hafi verið fyrirferðarmikil í fornum írskum sögum og talin búa „í hellum °b
hinum miklu forsögulegu grafhýsum írlands" (147-8).
Höfundunum hefur annars verið allmikill vandi á höndum að gera grem
fyrir veggjakroti í hellunum, stundum er það gert rækilega, flest tínt ti,